fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. ágúst 2025 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Örn Kristinsson lést þann 14. ágúst síðastliðinn á sjúkrahúsi á Spáni í kjölfar alvarlegs hitaslags. 

Morgunblaðið greindi frá því á miðvikudag að íslensk­ur karl­maður á fimm­tugs­aldri lægi í lífs­hættu á gjör­gæslu­deild sjúkra­húss­ins í Elda í Alican­te á Spáni í kjöl­far al­var­legs hita­slags sem hann fékk nóttina áður í smá­bæn­um No­velda. Var líkamshiti hans 42 gráður við komu á gjörgæsludeild. Fjölmiðillinn La Vanguardia hefur eftir lögreglu að andlátið sé talið tengjast hitabylgjunni sem verið hefur í suður Evrópu, aðallega á Spáni, síðustu daga.

Kristinn Örn varð 43 ára þann 11. ágúst og fagnaði því afmæli sínu degi áður en hann veiktist. Kristinn Örn glímdi lengi við fíkn, og átti eins og margir í þeim sporum þá ósk að ná bata. Ættingjar hans og vinir minnast Flenna, eins og hann var kallaður, með mikilli hlýju á samfélagsmiðlum.

Kristinn Örn. Mynd: Aðsend.

Systir hans, Anna Björg, greindi frá því að bróðir hennar lægi á gjörgæslu. Sagðist hún ávallt hafa þagað um fíknina sem bróðir hennar glímdi við, en hún hafi áhrif á alla. Greindi hún frá andláti bróður síns og sagði hann hafa gefist upp eftir harða baráttu að halda sér gangandi. 

„Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom, var alltaf með bros á vörum, nýjar uppákomur og gerði allt fyrir alla. Hann barðist eins og hann gat en líffærin gáfu eftir og hefur hann loksins fengið frið. Elsku strákur, bróðir, vinur hvíldu í friði.“ 

Systkinin Anna Björg og Kristinn Þór. Mynd: Aðsend.

Kveðjuathöfn Kristins Þórs hefur farið fram á Spáni. Jarðarför hans verður í Grafarvogskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 13 og eru allir ástvinir hans velkomnir að kveðja hann hinstu kveðju.

Ég veit að samfélagið í kringum hann er stórt og sterkt,“ segir Anna Björg í samtali við DV.

Beðinn um að lýsa bróður sínum, sem var tveimur árum eldri en hún nær upp á dag segir hún:

Kiddi var hjálpsamur og gerði allt fyrir alla, hann var alltaf brosandi og kátur og náði að gera allt skemmtilegt í kringum sig. Hann var vinur vina sinna og hressari strák var erfitt að finna.“ 

Styrkja fjölskylduna með útfararkostnað

Vinur Kristins Þórs, Ólafur Guðmundsson, hvatti þá sem geta til að styrkja fjölskyldu hans með útfararkostnað.

„Fjölskylda hans stendur nú frammi fyrir miklum kostnaði vegna útfarar ásamt því að flytja hann heim til Íslands. Við viljum hjálpa þeim að létta þessa byrði á þessum erfiðu tímum. Allt framlag, stórt sem smátt, skiptir máli og er metið að verðleikum.Margt lítið gerir eitt stórt.“ 

Þeir sem styðja vilja við fjölskylduna geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni Örnu Bjargar:

Kennitala: 070884-2679

Reikningsnúmer: 2200-26-026611

Þakkar fyrir kveðjur og stuðning á erfiðum tímum

Í færslu á Facebook í gær þakkar Anna Björg öllum fyrir kveðjur, skilaboð, hjálp og stuðning á þessum erfiðu tímum. „Ómetanlegur stuðningur sem fjölskylda og vinir hafa sýnt og gefur mér ró í hjarta hvað hann var elskaður af mörgum enda gull af manni og flenni fínn ávallt Bara takk þið yndislega fólk!!! Vona að þetta leiði eitthvað gott af sér og fólk átti sig á að enginn er ósigrandi.“

Kristinn Örn ásamt móður sinni Guðlaugu Baldursdóttur. Mynd: Aðsend.

„Minning þín mun ávallt lifa“ 

Vinkona hans Jenný Gísladóttir segir heiminn hafa stöðvast þegar hún frétti af andláti Kristins Arnars:

„Kiddi var sá allra besti, tryggasti, fyndnasti, hjartahlýjasti og ofvirkasti vinur sem ég hef eignast á ævinni.

Ég sagði oft að allir þyrftu að  „eiga einn Kidda“  í lífi sínu. Það voru ekki allir svo heppnir. Gleðigjafinn sem hann var og jákvæðnin engu lík. Enginn hefur komið mér jafnoft og mikið til að hlæja og Kiddi. Það var í rauninni vonlaust að vera fúll nálægt honum. Við gátum fíflast og lifað okkur inn í heilu leikritin dögum saman, því húmorinn okkar var eins, öðrum til mismikillar gleði.

Hvatvísi var hans annað nafn, sem kom honum oft í koll. Einhvern veginn var samt alltaf hægt að gera gott úr því.

Hann var með risastórt hjarta og lífið særði hann oft. Hann var góður að fela það, því hann var alltaf sá sem huggaði og hjálpaði öðrum.

Hann átti erfiðara með að þiggja hjálp þegar honum leið illa.

Hann laðaði alla að sér og var vinamargur og mikið elskaður. Með hjarta úr gulli og alltaf tilbúinn að vera til staðar og hjálpa.

Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið þig inn í líf mitt fyrir  15 árum síðan. Èg mun alltaf sakna þín og sakna þess að geta ekki hringt og hlegið eða grátið með þèr.

Ég votta elsku mömmu þinni, pabba, systur þinni og öllum öðrum aðstandendum og vinum mína allra dýpstu samúð. Sorg ykkar er mikil.

Það eru margir sem gráta í dag.

Góða ferð elsku besti vinur minn. Takk fyrir samfylgdina hér. Ég hlakka svo mikið til að hitta þig þegar minn tími kemur.

Minning þín mun ávallt lifa.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“