Það er ljóst að vængmaðurinn Eberechi Eze mun ganga til liðs við Tottenham í sumarglugganum.
Blaðamaurinn Fabrizio Romano staðfestir þær fregnir en hann er sá virtasti í bransanum.
Eze hefur tjáð Crystal Palace það að hann vilji komast burt en Arsenal sýndi leikmanninum einnig áhuga.
Tottenham mun borga tæplega 70 milljónir punda fyrir Eze sem er 27 ára gamall.
Hann verður ekki með Palace á morgun sem spilar gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.