fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Stefán Kristjánsson látinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. ágúst 2025 07:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Kristjánsson, útgerðarmaður, er látinn, 61 árs að aldri. Stefán varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. Ágúst.

Stefán lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og barnabarn.

Stefán og eiginkona hans, Sandra Antonsdóttir, ráku útgerðarfyrirtækið Einhamar Seafood í Grindavík, sem þau stofnuðu árið 2003.  Fyrirtækið er meðal öflugustu ferskfiskframleiðenda á Íslandi. Félagið starfrækir fiskvinnslu í Grindavík þar sem framleiddar eru þorsk- og ýsuafurðir úr besta mögulega hráefni sem völ er á. Félagið vinnur aðeins afurðir úr sjálfbærum fiskistofnum umhverfis Ísland.

Einhamar Seafood gerðist aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar UMFG fyrir nokkrum árum. Stefán og Sandra voru einir dyggustu stuðningsmenn karla- og kvennaliðs Grindavíkur.

Eftir jarðhræringar og rýmingu Grindavíkur í kjölfarið í nóvember árið 2023 var Stefán meðal fremstu manna í málum Grindvíkinga og því að bærinn yrði byggður upp á ný fyrir íbúa og atvinnulíf. Eftir alvarlegt mótorhjólaslys í Kambodíu í febrúar þurfti Stefán að leggja kraft í baráttu fyrir bættri heilsu sinni. Hann var afar hætt kominn eftir slysið, en var búinn að ljúka endurhæfingu á Grensás.

DV vottar aðstandendum og vinum Stefán innilega samúð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár