fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni búsettum á Ítalíu hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem barnsmóðir hans krefst þess að henni verði falin forsjá og lögheimili tveggja barna fólksins, sem bæði eru undir tíu ára aldri. Einnig er gerði krafa til mannsins um meðlag með börnunum.

Þetta kemur fram í stefnu málsins sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.

Konan og karlinn sem hér um ræðir eru bæði um þrítugt. Þau eru frá Nígeríu en kynntust á Ítalíu. Konan flutti síðan með eldra barnið nýfætt til Íslands árið 2017. Hjónin eignuðust síðan yngra barnið hér á landi árið 2020. Faðirinn býr, sem fyrr segir, á Ítalíu en konan á Íslandi. Í stefnu segir að hann hafi ekki hitt börnin undanfarin þrjú ár og einungis haft samskipti við þau í gegnum WhatsApp símaforritið.

Móðirin byggir kröfur sínar á því að hún sé hæfari til að fara með forsjá barnanna, hún vísar í ákvæði barnalaga um að ákvörðun um forsjá skuli helgast af því sem börnunum er fyrir bestu, en í 2. málsgrein 34. greinar barnalaga segir: „Dómari kveður á um hvernig [forsjá barns eða lögheimili] 2) verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Dómari lítur m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska.“

Hafi ekki tengst börnunum

Um hæfni móðurinnar til að annast börnin segir meðal annars í stefnunni:

„Á því byggt að stefnandi sé hæfari en stefndi til að fara með forsjá og lögheimili barnanna vegna sinna persónulegu eiginleika og þeirrar þekkingar og reynslu sem hún hefur öðlast við umönnun drengjanna með tilliti til sérþarfa þeirra. Stefnandi hefur verið aðalumönnunaraðili barnanna allt frá fæðingu þeirra og annast daglegt uppeldi þeirra nær ein og án stuðnings frá stefnda síðustu árin. Þannig hafi hún tekið alla ábyrgð á börnunum en stefndi búið í öðru landi. Hefur stefndi ekki hitt börnin frá árinu 2022.“

Einnig segir að tengsl móðurinnar við börnin séu augljóslega mjög sterk en tengsl föðurins nær engin. Hún hafi tengst þeim nánum tilfinningaböndum en faðirinn „hafi hins vegar í raun ekki tengst börnunum sem nokkru nemi enda samskipti þeirra við stefnda að miklu leyti farið fram í gengnum WhatsApp appið í símanum. Gefur að skilja að með því næst ekki sú tenging sem verður í samskiptum á milli foreldra og barna á heimili.“

Ekki hefur tekist að birta föðurnum stefnuna og er hún því birt lögum samkvæmt í Lögbirtingablaðinu þar sem honum er birt fyrirkall um að mæta á dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september næstkomandi. Ef hann mætir ekki við þingfestingu málsins má hann búast við því að dómur falli í því að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“