fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Neyðarkall frá Búlandstindi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 14:29

Félagar í Báru eftir vel heppnaða aðgerð í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi, sunnudagskvöld, barst Neyðarlínu aðstoðarbeiðni frá ferðamönnum sem höfðu um morguninn farið í göngu á Búlandstind ofan Djúpavogs.

Þau höfðu ætlað að vera komin niður milli  kl. 13 og 14 en upp úr kl. 20 um kvöldið voru þau enn í fjallinu og töldu sig ekki komast lengra. Sex göngumenn frá björgunarsveitnni Báru komu göngufólkinu til hjálpar en í fréttatilkynningu frá Landsbjörg um málið segir:

„Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi var boðuð út í fyrstu og í kjölfarið voru björgunarsveitir á öllu Austurlandi frá Höfn norður í Neskaupstað, kallaðar út því þá leit út fyrir að verkefnið þyrfti sérhæft fjallabjörgunarfólk.

Sex göngumenn frá Báru héldu á fjallið inn Búlandsdal ásamt því að dróni var settur í loftið til að staðsetja fólkið.

Hópurinn fannst fljótlega og þá lá ljóst fyrir að ekki þyrfti sérhæft fjallabjörgunarfólk í verkefnið og aðrar sveitir afboðaðar í kjölfarið. Gönguhópurinn frá Báru hélt áfram að fólkinu þar sem þeim var fylgt niður. Einn úr hópnum fékk aðhlynningu á heilsugæslunni á Djúpavogi, eftir lítið fall. Aðgerðum á Djúpavogi var lokið rétt fyrir 23:30.“

Bilaður fiskibátur

Fyrr um daginn barst  tilkynning frá litlum fiskibáti með bilað drif. Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson á Akranesi hélt út til aðstoðar og var fiskibáturinn þá staddur rúmlega 30 sjómílur norð-vestur af Akranesi. Rétt fyrir klukkan 19 var búið að koma taug á milli og stefnan sett inn til hafnar á Akranesi. Þangað var björgunarskiptið komið með bátinn í togi rétt fyrir 23.

Í tilkynningunni segir einnig:

„Björgunarsveitir sinntu fleiri verkefnum þennan sunnudag þegar björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var boðuð út til að aðstoða við að koma grindhvalavöðu út úr höfninni á Rifi. Þegar björgunarsveitarfólk kom á vettvang var fólk komið að á bát til að stugga við vöðunni og björgunarsveitarfólk hélt út á gúmbát til að stugga við vöðunni lengra út sem gekk vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum