fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 10:50

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Donilon, einn helsti kosningaráðgjafi Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta, upplýsti á lokuðum skýrslutökufundi hjá eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar í vikunni að hann hafi fengið 4 milljónir dala greiddar fyrir störf sín við forsetakosningabaráttu Biden árið 2024 og hefði átt von á öðrum 4 milljónum ef Biden hefði unnið kosningarnar og verið endurkjörinn. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN, sem segja að fyrri greiðslan hafi verið opinberuð í bókinni Original Sin: President Biden’s Decline, Its Cover-up, and His Disastrous Choice to Run Again eftir blaðamennina Jake Tapper og Alex Thompson. Hins vegar sé himinhár bónus fyrir endurkjör eitthvað sem hafi ekki áður tíðkast og sé í raun hættuleg þróun að margra mati.

Donilon var meðal þeirra sem komu fram fyrir nefndina í þessari viku, en tilefnið var að undirlagi Repúblikana sem hafa hrundið af stað rannsókn á andlegu og líkamlegu atgervi Biden í embætti og mögulegum tilraunum Hvíta hússins til að hylma yfir veikindi forsetans. Í yfirlýsingu við byrjun fundarins, sem CNN hefur undir höndum,  segir Donilon: „Ég sá dag eftir dag leiðtoga sem var virkur þátttakandi og með fulla stjórn á mikilvægum málum, bæði innanlands og utan.“

„Ég trúði því þann dag sem Joe Biden sór eiðinn að hann væri rétti maðurinn til að leiða þjóðina – og sú trú breyttist aldrei alla hans forsetatíð,“ sagði Donilon einnig í yfirlýsingunni.

Nefndin hefur einnig rætt við Steve Ricchetti, annan háttsettan ráðgjafa Biden, sem sagði rannsóknina „fordæmalausa tilraun til að hræða og skaða fyrrverandi ríkisstjórn.“

Allt bendir til þess að embættistíð Joe Biden sé orðin að pólitísku skotmarki í þessum rannsóknum, enda hefur nokkrum fyrrverandi ráðgjöfum forsetans verið stefnt fyrir nefndina. Þeir hafa þó neitað að svara spurningum og hafi vísað til fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem segir að ekki sé hægt að krefja vitni um að svara ásökunum sem gætu komið sök á hann sjálfan

Þar á meðal er læknir Hvíta hússins, Dr. Kevin O’Connor, aðstoðarmaður forsetans Anthony Bernal og Annie Tomasini, staðgengli starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins. Öll neituðu þau að svara spurningum í byrjun mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða