Kona á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. júlí vegna gruns um að hafa stungið karlmann síðastliðið sunnudagskvöld. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi við Trönuhjalla í Kópavogi.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur alvarlega særður á Landspítala en er sagður á batavegi.