Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hugveitunni Institute for the Study of War.
Greiðslan var 195.000 rúblur þar til Pútín tvöfaldaði upphæðina en hún svarar til um 600.000 íslenskra króna. Upphæðin er tæplega fimm sinnum hærri en meðallaunin í landinu.
Skýrsluhöfundar segja að Rússar séu með þessu að „brenna kertið í báða enda“.
Express segir að þessi ummæli skýrsluhöfunda megi rekja til þess að Rússar dæli svo miklum fjármunum í stríðsreksturinn að herinn sé kominn í beina samkeppni við hinn almenna iðnað í landinu og það ýti undir verðbólgu.
Rússland eigi því á hættu að hærri bónusgreiðslur og sú peningastefna sem stjórnvöld reka, muni grafa undan efnahag landsins.