fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 06:30

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári ákvað Vladímír Pútín að hækka bónusgreiðslu sem menn fá þegar þeir skrá sig í herinn. En þessi bónusgreiðsla veldur miklum þrýstingi á rússneskan efnahag.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hugveitunni Institute for the Study of War.

Greiðslan var 195.000 rúblur þar til Pútín tvöfaldaði upphæðina en hún svarar til um 600.000 íslenskra króna. Upphæðin er tæplega fimm sinnum hærri en meðallaunin í landinu.

Skýrsluhöfundar segja að Rússar séu með þessu að „brenna kertið í báða enda“.

Express segir að þessi ummæli skýrsluhöfunda megi rekja til þess að Rússar dæli svo miklum fjármunum í stríðsreksturinn að herinn sé kominn í beina samkeppni við hinn almenna iðnað í landinu og það ýti undir verðbólgu.

Rússland eigi því á hættu að hærri bónusgreiðslur og sú peningastefna sem stjórnvöld reka, muni grafa undan efnahag landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“