Þetta er Dmitry Medvedev, fyrrum forseti og forsætisráðherra Rússlands. Á síðustu árum hefur hann markað sér stöðu með mjög öfgafullum færslum á samfélagsmiðlum á borð við X en þar er hann með 1,4 milljónir fylgjenda.
Þetta er mikil breyting á þessum 59 ára stjórnmálamanni sem leysti Pútín af í forsetaembættinu frá 2008 til 2012. Á þeim tíma var hann vinsæll meðal frjálslyndra Rússa og meðal margra vestrænna stjórnmálamanna.
Þeir vonuðu að Medvedev myndi gera upp við fortíðina og byggja upp nútímalegan og samkeppnishæfan rússneskan efnahag. En það gerðist ekki og í staðinn tók Pútín aftur við forsetaembættinu sem einhverskonar eilífðar forseti.
Í fararbroddi teknókrata
Medvedev var forsætisráðherra til 2020 og var þar með í fararbroddi teknókrata, sem héldu kerfinu gangandi, á meðan Kremlverjar urðu sífellt meira afhuga málamiðlunum og hlynntari stríðsrekstri.
Hann var rekinn úr forsætisráðherraembættinu 2020 og í kjölfarið hrapaði hann á stjörnuhimninum. Í dag ber hann titilinn varaformaður öryggisráðs Pútíns en það sér meira um samhæfingar en ákvarðanatöku.
Í takt við að pólitísk áhrif hans séu ekki jafn mikil og áður hefur Medvedev færst í aukana þegar kemur að hatursfullum árásum gegn fyrrum bandamönnum sínum meðal frjálslyndra Rússa og einnig gegn Vesturlöndum.
Tatjana Stanovai, rússneskur greinandi, sagði eitt sinn um Medvedev að stríðið hafi breytt honum í einn „öfgasinnaðasta haukinn“.
Margar kenningar eru á lofti um ástæður þess að Medveded hefur skipt svo svakalega um ham. Margir rússneskir sérfræðingar telja að Medveded hafi brotnað saman persónulega eftir að hann hrapaði af toppi valdapýramídans.
Aðrir telja að hann hafi reiknað þetta allt út og pólitískar ástæður liggi að baki. Ef fólk vill skipta máli í rússneska kerfinu snúast hlutirnir um að sýna forsetanum hollustu og komast í eins góðar stöður og hægt er.
Medvedev hefur uppskorið pólitískt með hegðun sinni. Hann í fararbroddi hvað varðar rússneska varnarmálaiðnaðinn innan öryggisráðs Pútíns. Hann er formaður flokks Pútíns, Sameinað Rússland og hefur haldið hárri pólitískri stöðu sinni í flokknum, að minnsta kosti formlega séð.
Milljarðar og spilling
Rannsóknir rannsóknarblaðamanna benda til að ástæðan fyrir vilja Medvedev til að standa í stríði megi rekja til þess hversu mikið hann hefur hagnast á stríðinu í Úkraínu.
Eins og aðrir rússneskir stjórnmálamenn, þá er hann með fingurna víða í viðskiptalífinu og nýtur góðs af spillingunni í rússneska kerfinu þar sem góðir samningar við hið opinbera enda hjá vel tengdum stjórnmálamönnum.
Fjöldi fyrirtækja, sem tengjast Medvedev, höfðu sem svarar til 200 milljörðum íslenskra króna í tekjur frá 2022 til 2024. Mörg þessara fyrirtækja eru beinir þátttakendur í stríðsrekstrinum, til dæmis með framleiðslu dróna en fyrirtæki Medvedev hafa einnig fjárfest í fasteignaverkefnum og stórri vínekru.
Annað merki um aukin umsvif og gott gengi Medvedev á fjármálasviðinu er að síðasta haust var hann gerður að stjórnarformanni rússneska ríkissímafyrirtækisins Rostelecom.