fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og samverkakona hans fyrir peningaþvætti í fremur óvenjulegu máli.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness 17. júlí síðastliðinn. Upphaf málsins má rekja til mistaka hjá starfsmanni ónefnds fyrirtækis, sem í dómnum er kallað A, en starfsmaðurinn ætlaði að leggja 60 þúsund króna launagreiðslu inn hjá ákærða karlmanninum en lagði ranglega inn hjá honum 6,3 milljónir króna. Í kjölfar mistakanna höfðu starfsmenn A samband við ákærða, upplýstu hann um mistökin og óskuðu eftir að hann endurgreiddi féð.

Það gerði hann hins vegar ekki heldur ráðstafaði fénu með millifærslum til einstaklinga, peningaúttektum úr hraðböndum og kaupum á vöru og þjónustu. Átti þetta sér stað á tímabilinu 18. apríl til 29. maí 2024.

Konan sem er ákærð tók virkan þátt í ráðstöfun á fénu en hún móttók megnið af peningunum inn á bankareikning sinn. Millifærði hún tæplega eina og hálfa milljón til einstaklinga, sendi tæplega 1,2 milljónir til útlanda og tók rúmlega 2 milljónir úr úr hraðbönkum, auk þess að millifæra 600 þúsund krónur inn á aðra reikninga í eigu sinni, fyrir svo utan að nota 620 þúsund krónur í eigin neyslu.

Bæði karlinn og konan játuðu sök fyrir dómi. Var karlmaðurinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og konan í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Karlmaðurinn er síðan dæmdur til að greiða fyrirtækinu A 6,3 milljónir með vöxtum. Hann þarf einnig að greiða fyrirtækinu 250 þúsund í málskostnað og eigin verjanda þarf hann að greiða 670 þúsund krónur. Konan þarf að greiða sínum verjanda sömu upphæð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“