fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 03:12

Donald Tusk skýrði frá handtökunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 meintir útsendarar Rússa eru nú í haldi pólsku lögreglunnar. Grunur leikur á að fólkið hafi verið ráðið af Rússum til að fremja skemmdarverk í Póllandi.

Donald Tusk, forsætisráðherra, skýrði frá þessu að sögn pólsku útvarpsstöðvarinnar Polskie Radio.

Fram kemur að Pólverjar hafi fengið einn aðila framseldan frá öðru landi. Hann er grunaður um að vera höfuðpaurinn í málinu.

Hin handteknu eru frá Rússlandi, Póllandi, Úkraínu, Belarús og Kólumbíu en sá er grunaður um að hafa kveikt í tveimur vörugeymslum í Póllandi.

Tusk sagði að málið sýni að hættan sem stafi af Rússlandi verði sífellt meiri.

„Þetta er tilraun til að raska jafnvæginu við landamæri okkar og lama öryggisþjónustu landsins með því að fremja skemmdarverk með íkveikjum og árásum,“ sagði hann og bætti við að allt væri þetta runnið undan rifjum Rússa.

Kólumbíski ríkisborgarinnar hefur nú þegar fengið dóm fyrir íkveikjur í Tékklandi. Hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér í Póllandi.

Talsmaður pólsku leyniþjónustunnar sagði að Kólumbíumaðurinn hafi verið þjálfaður af útsendara rússnesku leyniþjónustunnar og hafi meðal annars verið kennt hvernig á að búa til bensínsprengjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða