fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 03:12

Donald Tusk skýrði frá handtökunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 meintir útsendarar Rússa eru nú í haldi pólsku lögreglunnar. Grunur leikur á að fólkið hafi verið ráðið af Rússum til að fremja skemmdarverk í Póllandi.

Donald Tusk, forsætisráðherra, skýrði frá þessu að sögn pólsku útvarpsstöðvarinnar Polskie Radio.

Fram kemur að Pólverjar hafi fengið einn aðila framseldan frá öðru landi. Hann er grunaður um að vera höfuðpaurinn í málinu.

Hin handteknu eru frá Rússlandi, Póllandi, Úkraínu, Belarús og Kólumbíu en sá er grunaður um að hafa kveikt í tveimur vörugeymslum í Póllandi.

Tusk sagði að málið sýni að hættan sem stafi af Rússlandi verði sífellt meiri.

„Þetta er tilraun til að raska jafnvæginu við landamæri okkar og lama öryggisþjónustu landsins með því að fremja skemmdarverk með íkveikjum og árásum,“ sagði hann og bætti við að allt væri þetta runnið undan rifjum Rússa.

Kólumbíski ríkisborgarinnar hefur nú þegar fengið dóm fyrir íkveikjur í Tékklandi. Hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér í Póllandi.

Talsmaður pólsku leyniþjónustunnar sagði að Kólumbíumaðurinn hafi verið þjálfaður af útsendara rússnesku leyniþjónustunnar og hafi meðal annars verið kennt hvernig á að búa til bensínsprengjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Í gær

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Í gær

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“