fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu úr Garðabæ, var í gær birt ákæra héraðssaksóknara, þar sem hún er sökuð um brot gegn foreldrum sínum. Margrét hefur setið í gærsluvarðhaldi síðan 13. apríl en hún var handtekin 11. apríl í kjölfar andláts föður hennar, Hans Rolands Löf, tannsmiðs, en atvikin áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar að Súlunesi í Garðabæ, þar sem Margrét bjó ásamt foreldrum sínum.

Ákæra í málinu verður ekki birt fjölmiðlum á næstunni en ekki er komin dagsetning á þingfestingu og líkur er á því að þinghald verði lokað.

DV hefur hins vegar vissar upplýsingar úr ákærunni. Þannig liggur fyrir að Margrét er ákærð fyrir manndráp á föður sínum og fyrir tilraun til manndráps gagnvart móður sinni. En til vara er ákært fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar gagnvart foreldrunum.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, i samtali við DV. Karl Ingi staðfestir einnig að eldri bróðir Margrétar (og eina systkini hennar) geri einkaréttarkröfu í málinu um miskabætur upp á sex milljónir króna.

Aðspurður segir Karl Ingi að ekki séu aðrar einkaréttarkröfur í málinu. Liggur því fyrir að móðir Margrétar og ekkja Hans Rolands gerir ekki kröfur um miskabætur.

Sjá einnig: Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Í gær

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar