fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 10:30

Sigurður kemur skólasystkinum sínum til varnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Má ungt fólk ekki vera með læti og hafa gaman í dag? Að þessu spyr fyrrum Verzlingur sem kemur nemendum skólans til varnar eftir útilegu þar sem þeim var úthýst af tjaldstæði til frambúðar.

„Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu,“ segir Sigurður Kári, fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks, í aðsendri grein á Vísi.

Tilefnið eru fréttir af útilegum Verzlunarskóla Íslands helgina 19. til 20. júlí í Hraunborgum í Grímsnesi. Sagt var að það hafi verið mikið partí og læti og var nemendunum úthýst til frambúðar af tjaldsvæðinu. Hins vegar voru engar fréttir af vandræðum, svo sem slagsmálum eða neinu slíku.

„Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi,“ segir Sigurður og spyr „Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Engin vandræði

Sigurður segist sjálfur hafa farið í þessa útilegu tvisvar sinnum á sínum skólaferli og allt hafi gengið vel. Gæsla var á svæðinu sem var vel afmarkað og nemendur fengu skýr fyrirmæli um hvað mætti ekki gera.

„Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman,“ segir hann.

Tengslin myndast

Sigurður nefnir einnig fréttir af því að börn mættu ekki leika sér eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og víðar. Það er vegna hávaða sem fylgir leiknum. Þetta sé nýtt. Þegar hann var yngri hafi ekki verið nein skilti sem bönnuðu leik seint á kvöldin og að krakkarnir hefðu verið með læti á leikvöllunum eftir þann tíma.

Hann segir þetta hafa verið tímann þar sem tengslin mynduðust og vináttan fékk að blómstra á réttum forsendum. „Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir?“ spyr hann.

Of mikið í símanum

Að lokum vísar hann í umræðu um ungt fólk almennt í dag. Það er að það sé ekki á góðum stað, sé of mikið í símanum og sé ekki nógu dugleg að hitta jafnaldra sína.

„Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu,“ segir hann. „Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Í gær

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar