Jarðskjálfti upp á 8,8 reið yfir við Kamsjatkaskagann í austurhluta Rússlands á tólfta tímanum í gærkvöldi. Flóðbylgjuviðvaranir hafa verið gefnar út í mörgum ríkjum við Kyrrahaf.
Skjálftinn reið yfir klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Klukkan 00.44 fygldi eftirskjálfti upp á 6,9. Miklu fleiri eftirskjálftar hafa mælst en þessi var sá sterkasti fram að þessu.
Þetta er öflugasti jarðskjálftinn á jörðinni síðan 2011 að sögn AP-fréttastofunnar.
3-4 metra háar flóðbylgjur hafa nú þegar skollið á austurhluta Rússlands og Japan. Engar fréttir hafa borist af manntjóni.