fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 03:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti upp á 8,8 reið yfir við Kamsjatkaskagann í austurhluta Rússlands á tólfta tímanum í gærkvöldi. Flóðbylgjuviðvaranir hafa verið gefnar út í mörgum ríkjum við Kyrrahaf.

Skjálftinn reið yfir klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Klukkan 00.44 fygldi eftirskjálfti upp á 6,9. Miklu fleiri eftirskjálftar hafa mælst en þessi var sá sterkasti fram að þessu.

Þetta er öflugasti jarðskjálftinn á jörðinni síðan 2011 að sögn AP-fréttastofunnar.

3-4 metra háar flóðbylgjur hafa nú þegar skollið á austurhluta Rússlands og Japan. Engar fréttir hafa borist af manntjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær