Hann skýrði frá þessu í síðustu viku þegar hann heimsótti flotastöð í Severodvinsk í Síberíu að sögn Tass.
Hann sagðist ætla að láta hraða smíði sex kafbáta sem verða vopnaðir langdrægum Bulava-flugskeytum.
Hver kafbátur kostar sem nemur um 90 milljörðum íslenskra króna. Þeir geta skotið langdrægum flugskeytum sem bera kjarnaodda og þeir eru kjarnorkuknúnir.
Þetta þýðir að þeir geta verið neðansjávar árum saman án þess að þurfa að koma upp á yfirborðið. Ástæðan er að kjarnaofninn framleiðir bæði orku og súrefni.
Pútín sagði viðstöddum að kafbátarnir gegni lykilhlutverki við að tryggja fullveldi og öryggi Rússlands, við vernd rússneskra hagsmuna og leggi mikið af mörkum til að tryggja jafnvægi á alþjóðavettvangi.
Hann sagði að reiknað sé með að kafbátarnir verði tilbúnir til notkunar á næsta ári.