Brotist var inn í geymslur í fjölbýlishúsi í Lækjarsmára í Kópavogi í nótt. Var stolið miklu magni af verðmætum Makita verkfærum.
Meðal verkfæra sem var stolið voru verkfæravagn, stór brotvél, hleðsluborvélar, hleðslutæki, sög, CAT starttæki.
DV ræddi við mann sem tilkynnti um innbrotið í Facebook-hópnum Hjóladót o.fl. Segir hann að öryggiskóða þurfi til að komast inn í húsið en þjófarnir hafi einhvern veginn komist hjá því. Maðurinn sagði að verðmæti þýfisins lægi ekki fyrir.
Maðurinn biður um að hver sem kunni að hafa upplýsingar um hvar þýfið er niðurkomið hafi samband. Senda má ábendingar um þetta á netfangið ritstjorn@dv.is. Einnig má lesa um málið í Facebook-hópnum Hjóladót o.fl.