fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 17:00

Friðrik Jónsson sendiherra og fyrrverandi formaður BHM er ómyrkur í máli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, gagnrýnir Morgunblaðið fyrir fréttaflutning af atvinnuleysi eftir þjóðerni. Segir hann fréttina misvísandi um kostnað ríkissjóðs.

„Ég sé að Morgunblaðið//Mbl heldur áfram að vinna fréttir upp úr vangaveltum Samtaka skattgreiðenda. Núna er það „frétt“ þeirra frá því fyrir tæpum tveimur vikum um það að útlendingar sæki frekar í atvinnuleysisbætur en Íslendingar,“ segir Friðrik í færslu á samfélagsmiðlum í dag og vísar til fréttar Morgunblaðsins. „Í þeirra frétt á heimasíðu samtakanna er fabúlerað um að uppreiknaður kostnaður ríkisins vegna þessara útlendinga sé líklega meira en 25 milljarðar!!!“

Bendir Friðrik á að atvinnuleysistryggingasjóður sé fjármagnaður með sérstöku atvinnutryggingagjaldi. Því sé ekki um kostnað á ríkissjóð að ræða. Þvert á móti þá græði ríkissjóður á öllu saman þar sem launatengd gjöld atvinnuleysisbóta renni til ríkissjóðs og þess sveitarfélags þar sem viðkomandi býr.

Litlir peningar og lítill hópur

Bendir hann einnig á að heildarkostnaður við Vinnumálastofnun hafi verið 544 milljónir króna á síðasta ári. Það geri 70.700 krónur á hvern atvinnulausan einstakling á því ári, eða innan við 6 þúsund krónur á mánuði.

„Í þriðja lagi er það vel þekkt að vinnumarkaðurinn er skakkur gagnvart erlendu vinnuafli – síðast ráðin, fyrst rekin. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að bregðast við hærra atvinnuleysi meðal útlendinga,“ segir Friðrik. „Í fjórða lagi er þessi prósentuframsetning væntanlega til þess að skapa ákveðin hughrif. Hæsta atvinnuleysið meðal Palestínufólks? Þetta er lítill hópur, þýðið í þessum tölum er 330 manns, sem þýðir að 59 voru atvinnulausir. Með öðrum orðum, fólk af palestínsku bergi brotið er 0,76% atvinnulausra.“

Ekki fjallað um endurhæfingarlífeyri

Þá segir hann ekkert fjallað um þann hóp sem sé tímabundið á endurhæfingarlífeyri, það er þau sem eru í starfsendurhæfingu hjá Virk. Þó segi í frétt Morgunblaðsins að sá sem hafi unnið greininguna viðurkenni að það komi til greina að Íslendingar fái frekar örorku eða endurhæfingarlífeyri. Verði það skoðað seinna.

„Nú er ekkert flókið að kanna þetta í ársskýrslum bæði Virk og Tryggingastofnunar. Hjá Virk kemur fram að af þeim 3.838 manns sem hafa ekki lokið þjónustu í lok síðasta árs séu 11% með annað ríkisfang en íslenskt. Það eru 422 einstaklingar,“ segir Friðrik. „Í tölum TR kemur fram að 6.900 manns fengu endurhæfingarlífeyri árið 2024, og líklega er þar varla hærra hlutfall erlendra ríkisborgara og hjá Virk, eða um 760 manns.“

Detta ekki af himnum ofan

Að lokum nefnir hann að fólk hafi unnið sér inn þessi réttindi.

„Í sjötta og síðasta lagi þá eru þetta ÁUNNIN réttindi – þau detta ekki af himnum ofan, heldur verða til vegna þátttöku á vinnumarkaði,“ segir Friðrik, sem er fyrrverandi formaður BHM. „Þið fyrirgefið, en fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist því hér virðast þessi samtök vera að (mis)nota gögn til gaslýsingar um útlendinga á Íslandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skemmtiferðaskip skildu logandi hrædda farþega eftir í landi – Flóðbylgjan á leiðinni

Skemmtiferðaskip skildu logandi hrædda farþega eftir í landi – Flóðbylgjan á leiðinni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði