fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Enn einn olíuþjófnaðurinn til rannsóknar

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 18:49

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur borið mikið á fréttum af ítrekuðum þjófnuðum á díselolíu og bensíni. Eins og DV greindi fyrst allra fjölmiðla frá var hundruðum lítra af díselolíu stolið frá fyrirtækinu Fraktlausnir. Það mál hefur verið mikið til umfjöllunar síðan og sömu aðilar og grunaðir eru um þjófnaðinn hafa verið bendlaðir við önnur sambærileg mál og einnig að hafa stolið brúsum til að nota undir ránsfenginn. Töluvert hefur borið á því að bílar með bensíni og olíu séu geymdir á bílastæðinu við Seljakirkju í Reykjavík og er talið mögulegt að það tengist þessum málum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði síðan eftir upplýsingum fyrr í dag um hópinn sem grunaður er um þjófnaðinn hjá Fraktlausnum.

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er síðan greint frá því að fyrr í dag hafi verið tilkynnt um þjófnað á olíu úr beltagröfu í Hafnarfirði og að málið sé í rannsókn. Hvort grunur sé um að þarna sé um þessa sömu aðila að ræða og grunaðir eru um þjófnaðinn frá Fraktlausnum og í öðrum málum þar sem olíu og bensíni hefur verið stolið að unfanförnu kemur ekki fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær
Fréttir
Í gær

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum