fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Arion banka nam 16,2 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu um afkomu bankans á öðrum ársfjórðungi en þar kemur jafnframt fram að hagnaður sé umfram væntingar en hann nam 9,9 milljörðum á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.

Arðsemi eiginfjár var 16,1% samanborið við 10,3% fyrir sama tímabil í fyrra. Hreinar þóknunartekjur námu 9,1 milljarði á fyrri hluta ársins samanborið við 7,3 milljarða í fyrra. Kjarnatekjur, eða hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingarstarfseminnar), hækkuðu um 17,8% samanborið við sex mánaða uppgjör 2024.

Benedikt Gíslason bankastjóri segir í tilkynningu að afkoma annars ársfjórðungs sé góð og umfram væntingar en hún skýrist af ýmsum þáttum.

„Mestu skiptir að þær stoðir sem mynda fjölbreytta starfsemi Arion samstæðunnar gengu nær allar vel á fjórðungnum. Þá hefur markaðsfjármögnun bankans þróast með jákvæðum hætti. Hvað þjónustu við fyrirtæki viðkemur var þetta með umsvifameiri ársfjórðungum, bæði í lánveitingum og ráðgjöf, þar sem lækkandi vaxtaumhverfi hefur leitt til aukinna fjárfestinga í hagkerfinu. Einnig hefur virðisbreyting á eignarhlut Arion í Arnarlandi í Garðabæ, sem nú er í söluferði, jákvæð áhrif á uppgjör bankans. Eigin- og lausafjárstaða bankans er sem fyrr sterk.“

Samrunin stærstu tíðindin

Benedikt segir að stóru tíðindin séu viljayfirlýsing Arion og Kviku um samruna félaganna, en hún var undirrituð þann 6. júlí og eflur í sér að hluthafar Kviku fá 26% hlut í sameinuðu félagi ef samruninn nær fram að ganga.

„Markmiðið er að til verði sterkt fjármálafyrirtæki sem býður heildstæða þjónustu fyrir viðskiptavini. Verði af samrunanum mun það efla þá fjármálaþjónustu sem sameinað félag veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum. Samruninn getur skapað tækifæri til breiðari tekjumyndunar, áhættudreifingar og aukins hagræðis í starfsemi sameinaðs félags og þar með á íslenskum fjármálamarkaði.

Arion appið er langvinsælasta þjónustuleiðin okkar og það er okkur auðvitað metnaðarmál að þróa hana og bæta þannig að appið mæti sem best þörfum viðskiptavina okkar. Því er ánægjulegt að Arion appið var níunda árið í röð valið besta bankaappið af viðskiptavinum bankanna í könnun Maskínu. Til viðbótar því að geta sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í appinu geta foreldrar fylgst með virkni á reikningum barna sinna og stofnað bæði sparnaðarreikninga og debetkort fyrir þau. Einnig er hægt að sinna verðbréfaviðskiptum, fjárfesta í sjóðum Stefnis og fá góða yfirsýn yfir stöðu lífeyrissparnaðar og tryggingar hjá Verði. Í appinu er sömuleiðis einfalt að skrá sig í Arion fríðindi því við viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af því að vera í viðskiptum við okkur.

Við lukum á ársfjórðungnum formlega kaupum á starfsemi ráðgjafafyrirtækisins Arngrimsson Advisors Ltd. og er þjónustan sem félagið býður nú hluti af þjónustuframboði bankans. Félagið sinnir eignastýringarráðgjöf fyrir fagfjárfesta með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar. Viðskiptavinir Arion njóta góðs af alþjóðlegum tengslum og þeirri viðamiklu reynslu á sviði fjárfestinga fyrir einstaklinga, lífeyrissjóði, trygginga- og fjárfestingarfélög sem byggð hefur verið þar upp í áranna rás. Um er að ræða viðbót við það samstarf sem Arion banki hefur átt við erlend fjármálafyrirtæki á undanförnum árum og fjölgar þannig þeim valkostum sem viðskiptavinum okkar standa til boða, sérstaklega þegar kemur að fjárfestingum í erlendum sérhæfðum sjóðum.“

Hér eru þær lykiltölur sem koma fram í tilkynningu bankans en þar segir meðal annars að lán til viðskiptavina hafi aukist um 38,8 milljarða, eða um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi.

„Lykiltölur á öðrum ársfjórðungi 2025

• Hagnaður sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 9,8 ma.kr. á fjórðungnum, samanborið við 5,5 ma.kr. á 2F 2024
• Arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 19,7%, samanborið við 11,5% á 2F 2024
• Hagnaður á hlut var 6,59 krónur, samanborið við 3,86 krónur á 2F 2024
• Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,5%, samanborið við 3,2% á 2F 2024
• Þóknanastarfsemin skilaði 4,6 mö.kr., samanborið við 4,0 ma.kr. á 2F 2024
• Rekstur Varðar skilaði 0,8 ma.kr. hagnaði, samanborið við 0,4 ma.kr. á 2F 2024
• Aðrar rekstrartekjur voru 1,3 ma.kr. sem skýrist að mestu af virðishækkun þróunareigna
• Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), jukust um 19,8% í samanburði við 2F 2024
• Rekstrarkostnaður stóð nokkuð í stað ef undanskilinn er einskiptiskostnaður á 2F 2024
• Virkt skatthlutfall var 28,0%
• Heildarkostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 36,6%, samanborið við 46,2% á 2F 2024
• Kostnaðarhlutfallið var 31,4%, í samanburði við 43,1% á 2F 2024
• Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 1,6% á fjórðungnum
• Lán til viðskiptavina jukust um 38,5 ma.kr. eða 3,1% á fjórðungnum
• Kaup eigin hlutabréfa námu 3,0 ma.kr. á fjórðungnum
• Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,0% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,0% í lok júní. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 eru vel umfram kröfur sem settar eru fram í lögum og af Fjármálaeftirlitinu.

Lykiltölur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2025

• Hagnaður Arion banka var 16,2 ma.kr. á 6M 2025, samanborið við 9,9 ma.kr. á 6M 2024
• Arðsemi eiginfjár var 16,1%, samanborið við 10,3% á 6M 2024
• Hagnaður á hlut var 11,22 krónur, samanborið við 6,92 á 6M 2024
• Hreinn vaxtamunur var 3,3%, samanborið við 3,1% á 6M 2024
• Hreinar þóknanatekjur námu 9,1 ma.kr. á fyrri hluta ársins í samanburði við 7,3 ma.kr. á 6M 2024
• Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), hækka um 17,8% samanborið við 6M 2024
• Rekstrarkostnaður hefur staðið nokkuð í stað milli ára
• Virkt skatthlutfall var hátt eða 29,9% og skýrist af óhagstæðri samsetningu tekna
• Heildarkostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 39,4%, samanborið við 47,2% á 6M 2024
• Kostnaðarhlutfall var 32,9%, samanborið við 44,1% á 6M 2024
• Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 5,9% frá árslokum 2024
• Arðgreiðsla og kaup eigin hlutabréfa námu samtals 19,1 ma.kr. á 6M 2025“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Greiningin var auðvitað áfall“

„Greiningin var auðvitað áfall“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Í gær

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands
Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“