Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona, hefur verið ákærð fyrir aðild að andláti föður hennar, Hans Roland Löf, tannsmiðs, sem varð áttræður á dánardegi sínum, föstudeginum 11. apríl 2025.
Gæsluvarðhald Margrétar hefur verið framlengt um fjórar vikur en síðasti gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni rennur út í dag.
Meint brot Margrétar átti sér stað á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ en Margrét bjó þar hjá foreldrum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá Karli Inga Vilbergssyni, saksóknara hjá Embætti Héraðssaksóknara, verður Margréti kynnt ákæran í dag. Karl Ingi var á þessum tímapunkti ekki tilbúin að upplýsa um innihald ákærunnar. Líkur standa til þess að þinghald verði lokað en meðal vitna í málinu er móðir Margrétar. Ekki liggur fyrir hvenær málið verður dómtekið.