fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 15:08

Arnar Þór segir að aðgerðarleysi lögreglunnar dragi úr tiltrú almennings á réttarkerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannsstofu, spyr hvort að minniháttar glæpir borgi sig á Íslandi, sérstaklega innbrot og þjófnaður. Málahalinn sé slíkur hjá lögreglu að réttlæti sé erfitt að fá. Þetta grafi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu.

„Borga „minniháttar“ glæpir sig á Íslandi?“ spyr Arnar Þór í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Þar fjallar hann meðal annars um dísilolíu þjófnaðinn sem DV greindu frá um helgina.

„Það hefur verið landlægt vandamál hér á landi um líklega tveggja til þriggja áratuga skeið hve óhönduglega lögreglu hefur gengið að takast á við afbrot önnur en hin allra alvarlegustu,“ segir Arnar Þór.

Langur málahali

Það hafi verið svo hér á landi að á manndrápum og öðrum slíkum alvarlegum brotum er tekið af töluverðri festu. Sé allt afl viðkomandi embætta sett í að rannsaka og ákæra í slíkum málum.

Afleiðingin sé sú að mál er varði mannslát sem að líkindum eiga sér refsikenndatilurð séu alla jafna leidd til lykta með viðeigandi hætti í refsivörslukerfinu.

„Þegar kemur á hinn bóginn að vægari afbrotum er staðan önnur,“ segir Arnar Þór. „Málahali í nauðgunar- og líkamsárásarmálum er langur og slík mál fá afar síðbúna úrlausn. Oft fá þess slags mál ekki réttmætan endi þar eð sleifarlagi og/eða manneklu hjá lögreglu og ákæruvaldi er um að kenna.“

Úrræðaleysið algert

Þegar sé svo um enn vægari brot sé staðan enn þá verri.

Sjá einnig:

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

„Þegar um er að tefla enn vægari afbrot, svo sem innbrot og þjófnaði, má segja að lögregla skili fullkomlega auðu,“ segir Arnar Þór og nefnir nýleg dæmi um víðtækan díselþjófna og þjófnað í verslunum. „Úrræðaleysið er algert og afleiðingaleysið æpandi. Hópar virðast fara hér um rænandi og ruplandi og fátt er gert til að stöðva þessa glæpi.“

Fólk taki lögin í eigin hendur

Fá dæmi séu um að brotamennirnir náist en ef það gerist þá fari málin í stóra bunkann hjá lögreglunni. Málin séu oft lítt ef nokkuð rannsökuð og ekki ákært í þeim fyrr en eftir dúk og disk, ef það er þá gert yfir höfuð.

„Á meðan heldur lögleysan áfram og sem grefur aftur undan trausti hins almenna borgara til réttarkerfisins. Afleiðingarnar eru þær að hætt er við að menn taki lögin í eigin hendur svo sem vísbendingar eru um að eigi sér stað í auknum mæli,“ segir hann að lokum. „Líkt og áður greinir er í reynd um að ræða rótgróið vandamál í íslenska réttarvörslukerfinu – vandamál sem kominn er tími til að vinda ofan af. Hér þarf samstillt átak stjórnmálamanna, lögreglu og réttarvörslukerfisins – átak sem fyrir löngu hefði átt að grípa til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker