fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 19:00

Vannærðir liðhlaupar í prísund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna æ harðari og ómannúðlegri meðferð á rússneskum hermönnum sem eru sakaðir um að hafa reynt að flýja víglínuna í Úkraínu. Þeir eru bundir við tré og látnir bíða dauðans, læstir inni í litlum rýmum og látnir veslast þar upp, dregnir á eftir jeppum þar til þeir gefa upp öndina og í sumum tilvikum látnir berjast innbyrðist til síðasta manns.

Hrottalegur raunveruleiki

Opinber refsing fyrir liðhlaupa í Rússlandi er allt að 15 ára fangelsi en raunveruleikinn virðist vera mun hrottalegri. Væntanlega er tilgangurinn sá að geraa hermennina logandi hrædda við að flýja af hólmi.

CNN fjallaði um myndböndin en í einu þeirra má sjá hermann bundinn við tré með snúru og er hann sagður hafa verið „fórnað“ fyrir að yfirgefa stöðu sína.  Í öðru myndskeiði er einhverskonar tankur opnaður og þar sjást þrír vannærðir og nánast naktir menn í prísundinni. Spyr einn kvalari þeirra háðslega hvort að þeir vilji kexmola, sem er síðan kastað til eins þeirra og hann étur af áfergju.

Í þriðja myndbandinu sjást tveir menn í einhverskonar pytti og þeim sagt að berjast fyrir lífi sínu. Aðeins annar þeirra sé að fara að komast á lífi upp úr holunni.

Ekki umhugað um líf hermanna sinna

„Ofbeldi er það sem drífur rússneska herinn áfram og heldur honum saman,“ hefur CNN eftir Grigory Sverdlin, stofnanda Get Lost, samtaka sem hjálpa rússneskum hermönnum að flýja. Segir hann að stjórnendur innan rússneska hersins virði líf hermanna sinna að vettugi. „Það að missa skriðdreka, eða eitthvað farartæki, er mun verra en að missa 10 – 20 hermenn,“ segir Sverdlin.

Samtökin hafa hjálpað um 1.700 rússneskum hermönnum að flýja af vígstöðvunum en fjöldinn er mun hærri. Er því haldið fram að um 50 þúsund hermenn hafi látið sig hverfa.

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst er talið að um 1 milljón rússneskra hermanna hafi fallið, þar af um 100 þúsund hermenn það sem af er þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Í gær

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“