fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Þegar framkvæmdastjóri NATÓ las nöfnin upp var ljóst að málin hafa tekið ranga stefnu fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. júlí 2025 17:30

Rutte og Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopn og peningar streyma til Úkraínu frá Vesturlöndum. Allt er þetta liður í að aðstoða landið við að verjast rússneska innrásarhernum. En frá því að stríðið hófst, hefur heldur fækkað í vinahópi Úkraínu og margir taka eftir því.

Þegar Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATÓ, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, funduðu nýlega í Hvíta húsinu í Washington D.C. sá heimsbyggðin hvaða lönd styðja Úkraínu af alvöru.

Rutte las þá upp nöfn þeirra ríkja sem ætla að kaupa bandarísk vopn fyrir 10 milljarða dollara fyrir Úkraínu. Meðal vopnanna verða Patriot-loftvarnarkerfi og ýmsar tegundir skotfæra.

Þessi lönd eru: Þýskaland, Finnland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Bretland, Holland og Kanada.

Þetta er því ansi stuttur listi yfir viljugar þjóðir sem eru tilbúnar til þátttöku í svona stóru og mikilvægu verkefni.

Jótlandspósturinn bendir á að þetta sýni samtímamynd af þróun mála því stuðningsríkjum Úkraínu hafi fækkað og sífellt meira sé skrifað með smáu letri og kröfur gerðar um að sérstakt tillit sé tekið til ákveðinna þátta hjá hinum ýmsu þjóðum.

Fleiri lönd geta enn bæst við þennan hóp stuðningsþjóða en fyrir liggur að margar stórar þjóðir eru fullar efasemda, svo ekki sé meira sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“
Fréttir
Í gær

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“
Fréttir
Í gær

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Í gær

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi