fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Þegar framkvæmdastjóri NATÓ las nöfnin upp var ljóst að málin hafa tekið ranga stefnu fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. júlí 2025 17:30

Rutte og Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopn og peningar streyma til Úkraínu frá Vesturlöndum. Allt er þetta liður í að aðstoða landið við að verjast rússneska innrásarhernum. En frá því að stríðið hófst, hefur heldur fækkað í vinahópi Úkraínu og margir taka eftir því.

Þegar Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATÓ, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, funduðu nýlega í Hvíta húsinu í Washington D.C. sá heimsbyggðin hvaða lönd styðja Úkraínu af alvöru.

Rutte las þá upp nöfn þeirra ríkja sem ætla að kaupa bandarísk vopn fyrir 10 milljarða dollara fyrir Úkraínu. Meðal vopnanna verða Patriot-loftvarnarkerfi og ýmsar tegundir skotfæra.

Þessi lönd eru: Þýskaland, Finnland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Bretland, Holland og Kanada.

Þetta er því ansi stuttur listi yfir viljugar þjóðir sem eru tilbúnar til þátttöku í svona stóru og mikilvægu verkefni.

Jótlandspósturinn bendir á að þetta sýni samtímamynd af þróun mála því stuðningsríkjum Úkraínu hafi fækkað og sífellt meira sé skrifað með smáu letri og kröfur gerðar um að sérstakt tillit sé tekið til ákveðinna þátta hjá hinum ýmsu þjóðum.

Fleiri lönd geta enn bæst við þennan hóp stuðningsþjóða en fyrir liggur að margar stórar þjóðir eru fullar efasemda, svo ekki sé meira sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða