fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. júlí 2025 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað VÍS tryggingar hf. af kröfum manns sem krafðist greiðslu úr kaskótryggingu eftir að bifreið hans, glæný Tesla af árgerð 2022, lenti í alvarlegu umferðarslysi aðfaranótt 3. júlí 2022.

Atvikið átti sér stað við Kársnesbraut í Kópavogi, þar sem bifreiðin ók útaf og á vegvísi, með þeim afleiðingum að hún skemmdist verulega. Í stað þess að stöðva bifreiðina eftir áreksturinn var akstri haldið áfram, upp grasbala, gegnum trjágróður og að lokum inn á göngu- og hjólastíg þar sem bílnum var lagt.

Maðurinn hafði verið handtekinn mökkölvaður við bifreiðina eftir slysið og blóðrannsókn sýndi að vínandamagn í blóði hans mældist 2,18 prómill, langt yfir viðmiðunarmörkum um ölvunarakstur. Samkvæmt framburði sjónarvottar sem kom að skömmu eftir slysið sat maðurinn einn í ökumannssætinu, virtist vera að vakna og var greinilega ölvaður. Enginn annar sást á vettvangi. Maðurinn neitaði hins vegar að hafa ekið bifreiðinni og var málið látið niður falla þegar frændi mannsins viðurkenndi, um tveimur árum síðar,  að hafa keyrt bílinn.

Felldu málið niður þegar frændi viðurkenndi sök

Maðurinn krafðist þess að VÍS viðurkenndi bótaskyldu úr kaskótryggingu bílsins, þar sem hann hélt því fram að hann hefði einungis verið farþegi og frændi hans ekið. Hann benti meðal annars á þá áðurnefndu staðreynd að lögreglan hafði fellt niður sakamál gegn sér eftir að frændinn viðurkenndi aksturinn.

Í dómi er farið yfir frásögn frændans úr lögregluskýrslu í mars 2024. Frændinn, sem er bústettur erlendis, fullyrti að hann hefði setið við stýri bifreiðarinnar. Hann hafi keyrt bílinn fyrir frænda sinn um daginn og síðan farið í bæinn með honum um kvöldið. Hafi hann drukkið 1-2 bjóra en á heimleið hefði hann misst stjórn á Teslunni og lenti í fyrrnefndum hremmingum. Hann hafi verið á leið á flug nokkrum klukkustundum síðar og þess vegna ákveðið að flýja af vettvangi og skilja frænda sinn eftir til að takast á við vandamálið.

Frændinn ekki trúverðugur

VÍS hafnaði kröfunni alfarið. Félagið hélt því fram að allt benti til þess að maðurinn hefði sjálfur ekið bifreiðinni, ofurölvi, og valdið tjóninu með stórkostlegu gáleysi. Til hliðsjónar var bent á framburð sjónarvotts, konu sem kom strax á vettvang eftir slysið, væri trúverðugur. Hún hefði séð manninn  í ökumannssæti bifreiðarinnar, taldi hann hafa verið að vakna og skynjað hann sem mjög ölvaðan. Jafnframt benti VÍS á að frændi mannsins hefði ekki stigið  fram fyrr en tæplega tveimur árum eftir atvikið, að framburður hans væri óljós og að þeir væru nánir ættingjar, sem drægi úr trúverðugleika hans.

Dómari málsins féllst á röksemdir tryggingarfélagsins. Framburður sjónarvottarins hefði verið skýr og trúverðugur, og ekkert benti til þess að maðurinn hefði verið farþegi. Þvert á móti hafi hann setið einn við stýrið þegar að var komið og verið ofurölvi. Dómurinn lagði mat á aksturslagið, sem fólst í því að aka yfir gras, fletja niður vegvísi og halda áfram inn á göngu- og hjólastíg, sem skýra vísbendingu um að ökumaður hafi verið með öllu ófær um að stjórna ökutæki örugglega. Þar sem maðurinn hafði ekki getað skýrt það aksturslag og með tilliti til mikillar ölvunar var talið sannað að hann hefði ekið og valdið tjóninu með stórkostlegu gáleysi.

VÍS var því sýknað af öllum kröfum, og Teslu-eigandanum gert að greiða málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“