fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. júlí 2025 13:30

Bandaríska vegabréfið var einu sinni á meðal þeirra öflugustu en ekki lengur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska vegabréfið hefur aldrei verið jafn máttlaust og í dag eins og kemur fram á lista Henley yfir öflugustu vegabréf heims. Er það aðeins í 34. til 37. sæti á heimslistanum.

Listinn er byggður á því til hversu margra landa handhafi viðkomandi vegabréfs getur ferðast án áritunar. Öflugasta vegabréfið veitir óheftan aðgang að sem flestum ríkjum.

Bandaríkin hafa aldrei verið jafn neðarlega á listanum og skorar aðeins 182. Það er það sama einkunn og vegabréf Íslands og Litháen hafa.

Singapúr er á toppi listans með 193 en þar á eftir koma Japan og Suður Kórea með 190. Í flest sætin þar á eftir raða sér svo ríki vestur og mið Evrópu. Efst af þeim Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Írland, Ítalía og Spánn.

Á hinum enda listans eru svo einkum ríki Afríku og Miðausturlanda. Í neðsta sæti er Afganistan með 25, Sýrland með 27 og Írak með 30.

„Vegabréfið þitt er ekki aðeins skjal til að ferðast með. Það er spegilmynd diplómatískra áhrifa landsins þíns og alþjóðlegra sambanda,“ sagði Juerg Steffen stjórnarformaður Henley & Partners sem gefur út listann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá