Samfylkingin er langstærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn er með 31,2 prósenta fylgi en þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með aðeins 18 prósent.
Greint var frá þessu í útvarpsfréttum Vísis.
Könnunin var samsett úr tveimur mismunandi könnunum, gerðum fyrir og eftir beitingu 71. greinar þingskapalaga til að stöðva málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu. Sést að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur töpuðu miklu fylgi á þessum tíma.
Viðreisn mælist með 16,2 prósenta fylgi, Miðflokur 9,9, Framsóknarflokkur 6,8, Flokkur fólksins 6,6 prósent, Píratar 5, VG 3,4 og Sósíalistar tæplega 2,9 prósent.