Fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan er látinn, 71 árs að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. TMZ greinir frá.
Hulk Hogan átti stóran þátt í að efla vinsældir amerískrar fjölbragðaglímu með stórfenglegum tilþrifum sínum í glímuhringnum og persónulegum stíl. Hann náði einnig frama í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Hogan, sem hét réttu nafni Terry Gene Bollea, var fluttur með sjúkrabíl af heimili sínu í Florida snemma í morgun (að staðartíma) á sjúkrahús. Hann lét lífið á sjúkrahúsinu skömmu síðar.