fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

„Fólk áttar sig ekki á því að hve miklu leyti Ísland er hluti af Evrópusamfélaginu“

Eyjan
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 09:45

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, birti í gærkvöldi athyglisverðan pistil þar sem hann fór skilmerkilega yfir samband Íslands við Evrópusambandið og hversu náið það er.

„Ég verð oft var við það í umræðunni að fólk áttar sig ekki á því að hve miklu leyti Ísland er hluti af Evrópusamfélaginu í þeim skilningi að við lútum að stórum hluta sömu reglum og gilda í 30 öðrum Evrópuríkjum. Meirihluti þeirra laga sem samþykkt eru á Alþingi á uppruna sinn í Evrópusamvinnunni.
Evrópska efnahagssvæðið var á sínum tíma stofnað sem biðsalur fyrir EFTA-ríkin sem höfðu þá mörg sótt um aðild að Evrópusambandinu. Það felur í sér að reglur Evrópusambandsins gilda á sameiginlegum markaði þar sem grunnatriðið er fjórfrelsið: Frjáls flutningur á vörum, þjónustu, fólki og peningum innan svæðisins,“ skrifar Benedikt.

Bendir ráðherrann fyrrverandi á að EES hafi ekki verið hugsað sem framtíðarlausn en hafi verið haldið áfram fyrir Noreg, Ísland og Lichtenstein eftir að Norðmenn felldu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sviss hafi hins vegar ellt aðild að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Vegna þess að markaðurinn er sameiginlegur hafa EES-ríkin skuldbundið sig til þess að innleiða allar reglur og lög sem snúa að innri markaðinum. Þannig að á þessu sviði er enginn munur á EES og Evrópusambandinu,“  skrifar Benedikt.

Innleiðum mikinn fjölda laga og reglna frá Evrópusambandinu

Hann gerir síðan þannn fjölda laga og reglna sem koma frá Evrópusambandinu og til Íslands að umfjöllunarefni sínu.

„Öðru hvoru hefur verið talið hve margar gerðir Evrópusambandsins af ýmsu tagi hafa verið innleiddar hér á landi og þær munu hafa verið um 1,5 á dag frá upphafi, síðast þegar talið var (við erum búin að vera 11.525 daga í EES og erum þá líklega búin að innleiða milli 15 og 20 þúsund lög og reglur). Reglur sem snúa að kornrækt og ýmsu öðru sem tilheyrir landbúnaði höfum við ekki innleitt, en þær eru margar, en snúa oft að ákveðnum svæðum og hefðu hvort sem er engin áhrif hér á landi.

Mér skilst að algengt sé að Íslendingar „gullhúði“ reglur frá Evrópusambandinu, þ.e. gangi lengra en Evrópureglur segja til um, en það er þá á ábyrgð íslenskra ráðherra. Játa að gullhúðunina þekki ég ekki vel, en það er auðvitað ekki gott að Íslendingar búi sér sjálfir til samkeppnishindranir,“ skrifar Benedikt.

Samstarfið Íslands við Evrópusambandið sé því afar náið en helsta atriði Evrópusamstarfsins sem Íslendingar taki ekki þátt í sé evran, sem að mati Benedikts hefði eflaust fylgt EES-samningnum ef gjaldmiðillinn hefði verið kominn þá, landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, og byggðamál.

„Stærsti útgjaldaliðurinn hjá sambandinu hafa verið styrkir til landbúnaðar, ríkjum er heimilt að styrkja landbúnað norðan 62° sérstaklega (sérákvæði sem Finnar náðu, en Ísland er allt þar fyrir norðan).“

Birti Benedikt ennfremur neðangreina mynd þar sem sjá má hvernig Evrópska efnhagssvæði er byggt upp.

„Tuttugu ríki eru fullgildir meðlimir í Evrópusambandinu og nota sameiginlegu myntina, evru. Sex nota eigin gjaldmiðil og Danmörk notar krónuna en hefur bundið gengi hennar fast við evru frá upphafi og má nánast telja evruríki (sem þýðir að Færeyjar og Grænland eru það líka þótt þau séu ekki í Evrópusambandinu). Svo eru þrjú EFTA-ríkjanna á EES-svæðinu en ekki fullgildir meðlimir að sambandinu. Sviss er ekki í EES, en er með flókna og mjög marga samninga við Evrópusambandið, sem þýðir að í raun er lagaumhverfi þar nánast hið sama í viðskiptum,“ skrifar Benedikt.

 

Hér má sjá færslu Benedikts í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá