fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Stefán Einar harðlega gagnrýndur eftir ummæli um fæðingardeildina – „Þessi viðbrögð voru eins fyrirsjáanleg og hugsast gat“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 13:30

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, stjórnandi Spursmála á mbl.is, hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir ummæli sín um útlendingamál í viðtali við Sölva Tryggvason nýlega.

Sjá einnig: Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu

Stefán Einar sagði meðal annars í viðtalinu:

„Vandamálin tengd þessu dúkka upp eitt af öðru. Á kvennadeild Landsspítalans er til að mynda standandi vandamál á fæðingardeildinni vegna gríðarlega ljótrar framkomu gegn starfsfólki og konum með nýfædd börn. Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu inni á deildinni bæði gagnvart kvenkyns starfsmönnum og eiginkonum sínum. En starfsfólkið þorir ekki að tala um þetta opinberlega. Þetta eru einfaldlega hópar manna sem fyrirlíta konur. Það gengur ekki að menn séu með upsteit og yfirgang í þessum aðstæðum. Ég tala um þetta af því að heilbrigðisstarfsfólkið sem er í þessarri stöðu vill alls ekki lenda meira í þessum mönnum og þorir því ekki að segja frá þessu. Við verðum að stoppa þetta áður en þessi veruleiki verður algengari í okkar samfélagi. Það getur ekki verið í boði að við látum fólk koma hingað og vaða yfir okkur á skítugum skónum með þessum hætti.”

Í fréttum undanfarna daga hefur starfsfók kvennadeildar Landspítalans andmælt þessum lýsingum kröftuglega. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, segir um til dæmis í viðtali við Mannlíf: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar.“ Ennfremur segir hún: „Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum,“

Í frétt Mannlífs er rætt við Eirík Bergmann Einarsson stjórnmálafræðing sem telur þessi ummæli vera dæmi um orðræðu þar sem innflytjendum sé lýst sem „framandi verum sem aðhyllast síður gildi landsins sem þeim koma til og séu einhvern veginn ógn við frið og stöðugleika.“

Fréttum þar sem starfsfólk kvennadeildar lýsir því yfir að það kannist ekki við lýsingar Stefáns Einars á framkomu erlendra hælisleitenda á kvennadeildinni hefur verið deilt í gríð og erg á Facebook undanfarið og Stefán Einar hefur þar verið sakaður um að kynda undir útlendingaandúð.

Segir þöggunarmenningu ríkja innan spítalans

Stefán Einar sjálfur stendur hins vegar við fullyrðingar sínar og segir viðbrögðin vera fyrirsjáanleg. Stefán Einar segir í viðtali við DV:

„Þessi viðbrögð voru eins fyrirsjáanleg og hugsast gat, kerfið fer alltaf í vörn þegar farið er yfir þessa hluti og farið er yfir reynslu þeirra sem á vettvangi standa og eru að fá yfir sig alla drulluna. Þannig að það var alveg viðbúið. Ég ræði þetta í þessu viðtali eftir að hafa átt samtal við starfsfólk innan spítalans, meðal annars á þessari deild sem þarna um ræðir, sem er að lýsa allsvakalegum uppákomum sem að ég síðan miðla þarna áfram, og þetta er fólk sem að ég hef ástæðu til að taka trúanlegt, og þetta er fleiri en ein heimild. Eftir að viðtalið birtist rignir yfir mig skilaboðum frá heilbrigðisstarfsfólki sem lýsir sömu skoðun og þakkar fyrir að það skuli einhver segja frá þessu vegna þess að í fyrsta lagi er þetta fólk sjálft bundið trúnaði og það ríkir þöggunarmenning innan spítalans um þetta mál. Og þetta er af sama toga.

Ég hef líka rætt við lækna og hjúkrunarfræðinga sem að koma að bráðamóttökunni og fleiri deildum spítalans sem lýsa gríðarlegu álagi af völdum innflytjendastraumsins, hælisleitendastraumsins. Það er ekki þar með við fólkið að sakast sem að þar nýtur þjónustunnar, en þetta er einn af meginfaktorum við það að kerfið er að springa. Og það að landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra skuli lýsa því yfir að það skuli ekki haldið sérstaklega utan um það hver kostnaðurinn við þennan hóp er innan kerfisins er slík vanræksla á skyldum sínum að maður á ekki til eitt aukatekið orð. Almenningur á Íslandi er búinn að fá sig fullsaddan af því að það skuli sífellt talað niður til okkar og að menn séu sífellt skotnir niður sem rasistar, nasistar, fasistar eða hvernig sem menn vilja kalla það þegar loksins er talað um hlutina eins og þeir í raun og veru eru.“

DV spurði Stefán Einar hvort þessi tilvik sem hann vísar til væru mörg, hvort hann væri að vísa til stöðugs áreitis eða tilfallandi atvika. Því svaraði hann svo: „Starfsfólk sem ég hef rætt við lýsir ítrekuðum uppákomum. Ég ræddi síðast við hjúkrunarfræðing í gær og það eru hjúkrunarfræðingar sem veigra sér við að sinna þessum hópi vegna áreitni og neikvæðra viðhorfa.“

Aðspurður um hvað hann ætti við með „þessum hópi“ staðfesti Stefán Einar að hann væri að vísa til íslamskra innflytjenda og hælisleitenda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Í gær

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“