fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

„Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 08:30

Auður Jónsdóttir Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi leigubíla hér á landi hin síðari ár.  Ný lög um leigubílaakstur tóku gildi þann 1. apríl 2023 og síðan hefur umhverfið gjörbreyst. Fjöldatakmarkanir hafa verið afnumdar og rekstrarskilyrði rýmkuð.

Sér í lagi hefur orðið mikil fjölgun erlendra leigubílstjóra og sýnist sitt hverjum um það og hafa ýmsar hryllingssögur um þjónusta sumra þeirra og jafnvel meinta sviksemi verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Vöruðu við því að setjast upp í hjá hörundsdökkum bílstjóra

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, deildi í gærkvöldi reynslu sinni af skuggahliðum þessarar umræðu. Hún þurfti í vikunni að taka leigubil heim frá Ingólfstorgi. Einn bíll stóð við torgið og lítill hópur fólks við hann.

„Þegar ég gerði mig líklega til að opna bílinn byrja þau að vara mig við og segja að mér sé ekki ráðlegt að setjast inn í bílinn hjá bílstjóranum því hann gæti gert mér eitthvað. Fyrst kom hik á mig því ég hélt jafnvel að þau hefðu lent upp á kant við hann. Þá héldu þau áfram að segja eitthvað um að mér sem konu væri ekki óhætt að setjast inn í þennan bíl eða eitthvað svoleiðis,“ skrifar Auður.

Henni fannst þetta skrýtið og reyndi að opna bílinn en þá var hann læstur.

Geti alltaf átt von á áreiti rasista

„Þau héldu áfram að vara mig við, frekar áköf. Ég kíkti inn í bílinn þar sem sat maður dökkur á hörund og augu okkar mættust. Þá tók hann læsinguna af og ég settist inn. Hann sagðist þá hafa haldið að ég væri með þessu fólki svo hann hefði læst bílnum. Við keyrðum af stað og ég fór að spyrja hann út í þetta. Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl. Maðurinn kvaðst hafa búið hér á Íslandi í fjölda ára, hér á hann fjölskyldu, en sagði að svona lagað hefði færst mjög í vöxt upp á síðkastið, þannig að hann væri orðinn hræddur um barnið sitt hérna. Nú einhvern veginn getur hann alltaf búist við áreiti rasista,“ skrifar Auður.

Hún segir að þau hafi átt gott spjall á leiðinni heim til hennar.

„Hann kvaðst koma frá landi í Afríku, sem ég nefni ekki svo ég berskjaldi hann ekki, og við tengdum enn frekar þegar ég sýndi honum fléttur í hárinu mínu sem samlandi hans frá fæðingarlandinu hafði sett í það á Spáni um daginn. Þá beindist talið að þessu landi og hann náði að segja mér svo margt skemmtilegt og fróðlegt um það að nú er á stefnuskrá minni að fara þangað einn daginn. Við kvöddumst með virktum en ég fann sárt til með honum að keyra aftur út í myrkrið í samfélaginu.“

Hér má sjá færslu Auðar í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum

Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum
Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“
Fréttir
Í gær

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum
Fréttir
Í gær

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum