fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Fertugur Kópavogsbúi sakaður um grófa áreitni við barn í strætisvagni – „Vildi fara í sturtu með henni og var ógnandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir í Kópavogi, Dagmar Rós Öfjörð Arnarsdóttir, greindi á Facebook frá skelfilegri upplifun 11 ára gamallar dóttur hennar í strætisvagni í gærkvöld. Atvikið átti sér stað upp úr kl. 22 á leið 2 frá Salaskóla til Hörðuvallaskóla. Maður með appelsínugula húfu og klæddur í gallajakka ávarpaði stúlkuna og „sagði að hún væri sæt með fallegt hár og vildi fara í sturtu með henni og var ógnandi og óþægilegur! Stelpan skíthrædd og hágrátandi.“

Dagmar hefur grennslast fyrir um manninn og komist að því hver hann er. Um er að ræða 41 árs gamlan Íslending sem býr í Kópavogi. Hún hefur fengið upplýsingar um að umræddur maður sé að gefa sig á tal við börn í strætisvögnum og gefa sig sérstaklega að ungum stúlkum með óviðeigandi hætti. Ekki er vitað til þess að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir afbrot.

„Hann virðist ekki vera heill,“ segir Dagmar í samtali við DV. Hún hefur nú tilkynnt atvikið til lögreglu, Strætó bs og til barnaverndar. Hún gaf jafnframt lögreglu og barnavernd upp nafn mannsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín