fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 07:20

Derek Huffman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derek Huffman, 46 ára gamall fjölskyldufaðir frá Texas í Bandaríkjunum, var gjörsamlega búinn að fá nóg af því sem hann taldi yfirgengilegan vókisma í heimalandi sínu. Kornið sem fyllti mælinn var þegar ein dóttir hans fékk fræðslu um samkynhneigð sambönd í grunnskóla sínum. Þá fékk Derek Huffman nóg.

Hann ákvað því að í samráði við eiginkonu sína, DeAnna, að rífa fjölskylduna upp og flytjast til Rússlands og nýta sér þar sérstakt dvalarleyfi fyrir vestræna þegna sem eiga ekki lengur samleið með þeirri hugmyndafræði sem þar tíðkast.

Hjónin fluttust til bæjarins Istra, skammt frá Moskvu, ásamt þremur dætrum sínum, í byrjun árs og sáu fram á nýtt upphaf. Derek fékk vinnu í rússneska hernum sem járnsuðumaður og sá fram á rólegt líf með fjölskyldunni. En svo fór hins vegar ekki.

Huffman-fjölskyldan sá fram á nýtt upphaf í Rússlandi

Derek var færður yfir í samskiptadeild hersins og nánast um leið var hann sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu.

Í umfjöllun Daily Mail um Huffman-fjölskylduna segir Deanna eiginkona hans að Derek hafi verið hent fyrir úlfanna. Hann hafi aðeins fengið lágmarks herþjálfun og síðan sendur af stað. Hann hafi verið sendur skuggalega nærri fremstu víglínu og hún óttist að hann verði farinn að berjast þar innan tíðar.

Þau hafi síðast heyrt í honum í júní þegar hann sendi dætrum sínum skilaboð.

Síðan þá hefur verið þögn.

Fjölskyldan fullyrði að allt sé í lagi með Derek en í umfjöllun Daily Mail kemur fram að um tíma hafi verið myndband á youtube þar sem sjá mátti DeAnna og dætur hennar hágrátandi, með fylgdi texti sem var ákall um hjálp. Myndbandið er hins vegar horfið af streymissíðunni og óljóst hver stóð á bak við það.

Í samtali við Daily Mail segist DeAnne vona hið best en að það hafi sannarlega reynt á að vera ein með þrjú börn í nýju landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar