fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. júlí 2025 19:00

Karl III Bretakonungur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldauppsagnir hafa skekið Highgrove-setrið, eftirlætis sumarheimili Karls Bretakonungs, þar sem 11 af 12 föstum garðyrkjumönnum hafa sagt upp störfum á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun The Sunday Times kvarta fyrrverandi starfsmenn undan eitraðri vinnumenningu, mikilli streitu, lágum launum og kröfuhörðum kóng.

Á meðal þeirra sem hafa sagt upp er starfsmaður sem hafði starfað fyrir Karl í áratugi. Þá var ráðinn inn aðili sem stóðst ekki kröfur Karls. Sá gat ekki svarað spurningu konungs um tiltekna blómategund. „Ekki hleypa þessum manni í návist mína aftur,“ á Karl konungur að hafa sagt, samkvæmt heimildum blaðsins.

Kröfuharður kóngur er eitt en í ofanálag eru garðyrkjumenn konungs á lúsarlaunum sem hafa farið versnandi undanfarin ár.

Í kvörtun frá haustinu 2023 lýsti einn garðyrkjumaður ástandinu þannig: „Við erum undirmönnuð, yfirkeyrð og eigum erfitt með að uppfylla stöðugar kröfur konungs.“ Er hermt að sumir starfsmenn hafi hlotið líkamleg meiðsli við að reyna að halda í við kröfur konungs. Í kvörtuninni kom einnig fram að starfsmenn mættu ekki viðurkenna skort á mannafla og að „væntingar Hans hátignar konungs“ væru sjaldan raunsæjar.

Dælir út löngum og nákvæmum skipunum

Kemur fram að enn fremur fram að þegar Karl dvelur á setrinu rölti hann daglega um landareignina stóru og gefi út langar og nákvæmar skipanir um hvað hann vilji að sé gert. Svo er krafan sú að öllum verkefninum sé lokið þegar hann snýr aftur á setrið, uppfullur af nýjum hugmyndum um breytingar og betrumbætur. Starfsmenn séu iðulega  krafðir um skýrslur og eigi konungur það til að leiðrétta málfræðina í þeim. Þá krefst hann þess að vera kallaður „Yðar hátign“.

„Hann er oft mjög reiður, óþolinmóður og ókurteis,“ sagði einn garðyrkjumaður.

Fyrrum starfsmenn gagnrýna einnig Constantine „Costa“ Innemée, framkvæmdastjóra Highgrove-setursins og náinn ráðgjafa konungs, fyrir að krefjast þess að skipanir, sem ganga gegn faglegu mati garðyrkjumanna, sé framfylgt. „Ef konungurinn vildi flytja plöntu sem myndi deyja við flutning, þá sagði Innemée samt að við ættum að framkvæma það,“ sagði einn fyrrverandi starfsmaður.

Þá fer það verulega í taugarnar á starfsmönnum að sjóðir konungs hafa blússandi tekjur af Highgrove-setrinu eða sem nemur einum milljarði króna á ári. Þeir sem sjá til þess að setrið sé óaðfinnanlegt utandyra uppskera hins vegar ekki laun erfiðisins.

Þeir sem verja Karl konung benda á að hann hafi falið öðrum rekstur Highgrove-setursins og það sé því ekki endilega á hans ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis í daglegum rekstri. Buckingham-höll hefur hins vegar ekki enn tjáð sig um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk