fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. júlí 2025 10:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur borist ábending þess efnis að bíll í eigu Isavia hafi verið tekinn traustataki á Keflavíkurflugvelli í gær, sunnudag, og honum ekið eftir Reykjanesbraut þar sem ökumaður var stöðvaður af lögreglu og handtekinn.

Allt bendir til að bílinn hafi verið skilinn eftir á flugvellinum með lykil í kveikjulási og að maður hafi brotist inn á haftasvæði áður en bíllinn var tekinn traustataki og honum ekið hratt burtu af svæðinu.

DV bar þessar upplýsingar undir upplýsingasvið Isavia en upplýsingarfulltrúi félagsins, Guðjón Helgason, er í sumarfríi. Starfsmaður sem svaraði í hans stað neitaði því ekki að bíl merktum félaginu hefði verið stolið. Hann kallar atvikið „öryggisatvik“ og segir:

„Eins og staðan er núna er það eina sem ég get sagt þér að öryggisatvik átti sér stað seinni partinn í gær en það er ennþá verið að rannsaka málsatvikin.“

Aðspurður segir starfsmaðurinn að von sé á frekari upplýsingum um atvikið en málið sé í rannsókn.

Ógnaði flugumferð

(Uppfært kl. 11:50)

RÚV hefur eftir lögreglunni á Suðurnesjum að maðurinn sem braust inn á haftasvæðið og stal Isavia-bílnum hafi ógnað flugumferð. Hann ók meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir lögreglu líta málið mjög alvarlegum augum og það sé með alvarlegri atvikum sem átt hafa sér stað á Keflavíkurflugvelli er snúa að flugvernd.

Líta atvikið alvarlegum augum

(Uppfært kl. 12:50)

Isavai hefur sent tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins. Segist félagið líta atvikið mjög alvarlegum augum:

„Sunnudaginn 20. júlí varð öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia lítur mjög alvarlegum augum. Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið. Lögreglu var gert viðvart og bíllinn var að lokum stöðvaður af Lögreglu og einstaklingurinn handtekinn utan vallar. Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig.“

Tilkynning frá lögreglu

(Uppfært kl. 13:30)

Lögreglan á Suðurnesjum hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Í gærdag um þrjúleytið fór aðili með ólögmætum hætti inn á haftasvæði Keflavíkurflugvallar. Þar var bifreið tekin ófrjálsri hendi og henni ekið um flughlaðið og inn á flugbrautir vallarins. Ökumaður bifreiðarinnar ógnaði flugöryggi farþega með athæfi sínu og ók skömmu síðar út af haftasvæðinu. Er lögreglan ætlaði að stöðva för viðkomandi, sinnti ökumaður ekki fyrirmælum lögreglu og hófst þá eftirför sem endaði á Reykjanesbraut til norðurs við Grindavíkurafleggjara. Ökumaður var handtekinn og er í haldi lögreglu. Atburðarrásin ógnaði bæði flug- og umferðaröryggi almennings.

Lögreglan rannsakar nú málsatvik og lítur þau alvarlegum augum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn