fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 15:00

Elísabet, Guðný og Gróa frá Á allra vörum afhenda fulltrúum Kvennaathvarfsins fjárhæðina sem safnaðist.Esther Hallsdóttir, stjórnarformaður athvarfsins og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins tóku á móti framlaginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag afhentu Á allra vörum stöllurnar Kvennaathvarfinu 144.065.500 krónur, sem er afrakstur þjóðarsöfnunar sem fram fór í mars síðastliðnum. Söfnunin var tileinkuð byggingu nýs Kvennaathvarfs, sem mun veita konum og börnum í ofbeldissamböndum öruggt skjól og bætta aðstöðu til framtíðar.

Það var með mikilli gleði og stolti sem styrkurinn var afhentur, en framlagið er sprottið af stuðningi, samkennd og rausnarskap almennings og fyrirtækja um allt land.

„Þetta er ekki bara fjárhagslegt framlag, heldur tákn um samfélagslega samstöðu og trú á betri framtíð. Við vonum að nýja athvarfið verði griðarstaður þar sem konur og börn finna öryggi, virðingu og von,“ segja fulltrúar Á allra vörum.

Fulltrúar Kvennaathvarfsins tóku við styrknum fullar þakklætis: „Við erum djúpt snortnar yfir þessari rausnarlegu gjöf og þeirri miklu samstöðu sem þjóðin hefur sýnt málstaðnum. Þetta framlag er mikilvægt skref í þessu risa verkefni þ.e. að byggja nýtt og nútímalegt athvarf sem mætir betur þörfum þeirra sem til okkar leita. Það skiptir öllu máli fyrir framtíðina,“ segir Linda Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Kvennaathvarfið hefur starfað í yfir fjóra áratugi og sinnt mikilvægu hlutverki í þágu þeirra sem þurfa að stíga sín fyrstu skref í átt að öruggara lífi. Nýtt athvarf mun bæta aðstöðu og auka getu samtakanna til að veita öflugan stuðning og þjónustu.

Þetta var 10. þjóðarátakið undir merkjum Á allra vörum og hafa þær stöllur skilað yfir 1,1 milljarði til hinna ýmsu málefna í þágu betra samfélags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Í gær

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Í gær

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur