fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 15:30

Dómurinn féllst ekki á að varnarþingið væri á Íslandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli íslenska raftónlistarmannsins Mt. Fujitive gegn þýska útgáfufyrirtækinu Vinyl Digital hefur verið vísað frá dómi. Vildi hann rifta samningi sínum en mátti ekki gera það fyrir íslenskum dómstólum.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí síðastliðinn. Mt. Fujitive, eða Magnús Valur Willemsson, er eini íslenski tónlistarmaðurinn hjá Vinyl Digital. Hann gerði kröfu um að samningi hans, frá árinu 2016 verði rift, að Vinyl Digital verði skylt að hætta dreifingu tónlistar hans, að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð og að Vinyl Digital verði gert að greiða rúmlega 142 þúsund evrur, eða rúmlega 20 milljónir króna og málskostnað.

Taldi Mt. Fujitive að Vinyl Digital hefði vanefnt samningsbundnar skyldur sínar með því að greiða honum ekki umsaminn ágóðahlut og hafi í heimildarleysi ráðstafað hluta af tekjum vegna rafrænnar sölu tónlistarinnar til greiðslu ótilgreinds kostnaðar.

Mt. Fujitive, sem er með meira en 140 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify, tjáði sig um málið árið 2023, en á því ári lýsti hann því einhliða yfir að samningnum væri rift.

„Vinsamlegast passið ykkur áður en þið skrifið undir og gerið sjálfum ykkur greiða með því að láta lögfræðing lesa samninginn yfir,“ sagði hann í færslu á Reddit. „Það er ekki dýrt að láta lögfræðing lesa yfir smáa letrið. Sumir gera það frítt. En það er dýrt að þurfa að höfða mál eftir á.“

Mt. Fujitive höfðaði málið á Íslandi og vísaði til Lúganósamningsins svokallaða um sérstakar varnarþingsreglur. Vinyl Digital vildi málið frá dómi á þeim grundvelli að varnarþing fyrirtækisins væri ekki á Íslandi og var fallist á það.

„Að öllu framangreindu virtu hefur stefnandi ekki sýnt fram á að varnarþingsreglur heimili  honum málsóknina gegn stefnda hérlendis. Þau sjónarmið sem hér hafa verið rakin gilda jöfnum höndum um alla liði kröfugerðar stefnanda. Því verður fallist á kröfu stefnda um að málinu verði vísað frá dómi í heild sinni,“ segir í niðurstöðu dómsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans