fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Íslendingur týndi bitcoin veski með 100 milljónum króna – „Ekki fræðilegur að finna það“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 16:30

Eitt glatað veski innihélt 100 milljónir króna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitcoin hefur hækkað mjög mikið í verði síðan það kom fyrst fram á sjónarsviðið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað miklum fjármunum á því að týna gömlum bitcoin veskjum.

Umræða um málið fer nú fram á samfélagsmiðlagrúbbunni Fjármálatips. En þar lýsa nokkrir Íslendingar því að hafa glatað aðganginum sínum af bitcoin veskjum sem þeir keyptu fyrir löngu síðan og eru nú orðnar mjög verðmætar.

„Mig langar að vita, hjá þeim sem þekkja til, hvort það sé einhver möguleiki á því að komast í BITCOIN sem keypt var á upphafsárum þess?“ spyr upphafsmaður umræðunnar. En bitcoin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2008.

„Ég keypti 1,25 btc a sínum tíma. Var með rafrænt veski í tölvunni. Síðan eru liðin mörg ár. Margoft búinn að skipta um tölvur og allt týnt. En, ætti þetta ekki að vera sjáanlegt einhvers staðar,“ segir hann í von um að komast í fjármunina. Ekki að furða því um er að ræða um það bil 18 milljónir króna.

Sorgarsaga

Annar lýsir enn sorglegri sögu og virðist vera úrkula vonar um að komast í fjármunina.

„Ekki nema þú finnir veskið, ég einmitt á 7 btc einhvers staðar er það er ekki fræðilegur að finna það,“ segir hann. En 7 bitcoin jafngildar um 100 milljónum króna á núvirði.

Glatað fé

Eru flestir á því að þetta sé einfaldlega glataður peningur. Það sé ekki hægt að komast í þessi veski.

„Neibb…engar líkur að recovera þetta,“ segir einn. „Nei, það er ekki sjáanlegt neins staðar, bara horfið. Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að bitcoin er gjörsamlega tilgangslaust rusl,“ segir ein kona.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi