Kröftug jarðskjálfahrina stendur nú yfir í Sundhnúksgígsröðinni og er kvikuhlaup hafið samkvæmt gögnum Veðurstofu. Skjálftarnir gætu leitt til nýs eldgos í gígaröðinni.
Í tilkynningu frá Náttúruvávakt segir:
„Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst 23:55 og hafa á þessum tímapunkti yfir 130 skjálftar verið mældir. Borholugögn og ljósleiðari sýna skýr merki um kvikuhlaup. Líklegt er að eldgos geti hafist í kjölfarið.“
RÚV greinir frá því að samhæfingastöð Almannavarna hafi verið virkjuð vegna jarðhræringanna. Ekki sé hægt að segja með fullri vissu að gos sé að hefjast en það sé líklegt miðað við aðdraganda síðustu gosa.