fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, furðar sig á því að fyrirhuguð heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið sett í uppnám út af eldgosinu sem hófst í nótt. Sérstaklega í ljósi tilgangs heimsóknarinnar.

Ingibjörg skrifar á Facebook:

„Ok, pínu fyndið þegar von der Leyen ætlar að koma til Íslands og kynna sér starfsemi almannavarna og áfallaþol á Íslandi en heimsóknin er í hættu því það er eldgos í gangi. Einhver hefði talið þetta einmitt tímann til að koma í slíkum tilgangi. Eða var þetta kannski dulbúinn undirbúningur fyrir mögulega inngöngu Íslands í ESB?“

Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til skoðunar hvort eldgosið hefði áhrif á heimsókn von der Leyen, en von var á henni til landsins nú í kvöld. Reyndar kom fram í fréttinni að ekkert benti til þess að heimsókninni yrði aflýst eða frestað heldur væri til skoðunar hvort það yrði eitthvað rask varðandi Grindavíkurheimsókn forsetans.

Ursula von der Leyen mun dvelja hér fram á föstudag og í heimsókninni mun hún meðal annars funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Tilgangur heimsóknarinnar er að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftlagsmála. Ráðherrar munu funda með von der Leyen á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og svo stóð til að haldið yrði til Grindavíkur að skoða varnargarðana í Svartsengi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Í gær

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn