Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Upptök gosins eru suðaustan við Litla-Skógfell, örnefni sem áhugafólk um eldhræringar er farið að þekkja vel.
Enn sem komið er virðist gosið ekki vera mjög stórt en gossprungan er áætluð um 700 metrar. Uptökin eru á heppilegum stað.og gosið virðist því ekki ógna innviðum að svo stöddu. Fullyrðir Veðurstofa að gosið sé ekki að fara að skapa hættu í Grindavík og þá eru raflínur ekki í hættu.