Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af sannkölluðum slugsa um helgina en sá var tekinn keyrandi um á nagladekkjum í höfuðborginni. Á ökumaðurinn von á sekt vegna málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í morgun.
Þá barst lögreglunni ábending um veiðiþjófnað undir Gullinbrú en hinn meinti veiðimaðurinn hafði látið sig hverfa er lögreglu bar að gerði.
Fjórtán ökumenn verða kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Í einu máki var höfð afskipti af ökumanni sem var ölvaður með barn í bílnum. Var barnavernd kölluð til og gerði ráðstafanir með barnið.
Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að framvísa fölsuðu ökuskírteini og verður sá kærður fyrir skjalafals.
Að auki var framkvæmd húsleit um helgina þar sem lagt var hald á kannabisplöntur og búnað til ræktunar.