Hin sautján ára gamla Sarah Grace Patrick var gjörsamlega niðurbrotin eftir að móðir hennar, Kristin Brock (41 árs) og stjúpfaðir hennar, James Brock (45) voru skotin til bana á heimili sínu í bænum Carrollton, vestur af stórborginni Atlanta í Georgíu-fylki.
Það var að minnsta kosti það sem hún reyndi að sýna öðrum.
Sarah hringdi sjálf á neyðarlínuna eftir að lík Kristin og James voru uppgötvuð af fimm ára gamalli hálf-systir hennar þann 20. febrúar síðastliðinn. Þá var Patrick aðeins 16 ára gömul. Bæði höfðu þau verið skotin nokkrum sinnum en ekki var að sjá að nokkur hefði brotist inn á heimilið né stolið nokkru.
Það þótti vissulega undarlegt að stúlkurnar á heimilinu höfðu hvorugar heyrt nokkra skothvelli.
Nokkrum eftir morðin fór hegðun Söruh á samfélagsmiðlum að vekja athygli lögreglu. Hún birti fjöldann allan af færslum og myndböndum þar sem hún minntist móður sinnar og stjúpa, stundum með ýktum hætti.
Það var þó hegðun hennar í jarðaförinni sem hringdi viðvörunarbjöllum. „Hún talaði með grátróm en það sáust engin tár. Hún feikaði gráturinn alla jarðaförina,“ er haft eftir frænku hennar.
Þá hélt Sarah ræðu í útförinni sem þótti undarleg. Hún beitti áðurnefndri grátrödd en ræðan var óeinlæg nema í lok hennar þegar stúlkan bað foreldranna afsökunar.
Eftir athöfnina var Sarah orðin efst á lista grunaðra.
Rannsóknin tók hins vegar tíma og en að lokum var handtökuskipun gegn Söruh Grace Patrick gefin út. Um leið og það var ljóst gaf stúlkan sig fram við lögreglu og nú sér hún fram á löng og ítarleg réttarhöld.
Faðir hennar, Doniel Patrick, stendur hins vegar með dóttur sinni. Hún sé saklaus þar til sekt sé sönnuð.
, 17, now faces two counts of murder and two counts of aggravated assault in connection to the shootings of Kristin Brock, 41, and James Brock, 45.