fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 11. júlí 2025 11:30

Kjarnorkukafbáturinn USS Newport er sá fyrsti sem leggur við bryggju á Íslandi. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Koma kjarnorkukafbáts til Íslands er talin eiga að senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna. Einnig gæfi heimsóknin til kynna að Bandaríkjamenn líti á Ísland sem mikilvæga bækistöð.

Greint var frá því fyrir skemmstu að bandarískur kjarnorkukafbátur af gerðinni Los Angeles hafi lagst við bryggju í Grundartanga í Hvalfirði. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur kafbátur leggst við bryggju í íslenskri höfn.

Skýr skilaboð

Heimsóknin er ekki gerð af handahófi heldur er vel útpæld og á að senda skilaboð að mati sérfræðings eins og greint er frá á miðlinum Business Insider.

„Þessi heimsókn er mikilvæg stund, sem undirstrikar okkar tryggu skuldbindingu við sameiginlegar varnir á norðurslóðum,“ sagði Stuart B. Munsch, aðmíráll og foringi bandaríska flotans í Evrópu og Afríku. „Kafbátafloti okkar er í fremstu röð og nauðsynlegur til að tryggja öryggi þjóða okkar og bandalags. Við vöktum dýpin og búum til fælingarmátt í sífellt flóknari og ótryggari heimi.“

Spurður frekar út í málið sagði Munsch að heimsókn kjarnorkukafbátsins sendi skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna. „Þetta er mikilvægt og taktískt boðmerki til óvina okkar um viðveru okkar á svæðinu,“ sagði Munsch um Ísland. „Bandaríkin hafa í marga áratugi haft flota flugstöð hér á landi.“

Ógn frá Rússum og Kínverjum

En þrátt fyrir að Ísland og Bandaríkin hafi haft með sér varnarsamstarf síðan um miðja síðustu öld er koma kjarnorkukafbáts alveg nýtt. En íslensk stjórnvöld leyfðu ekki slíkum bátum að koma til hafnar fyrr en árið 2023 þegar reglum var breytt.

Ástæðan er talin vera auknar öryggisógnir á norðurslóðum. Einkum frá Rússum en einnig frá Kínverjum.

Lækka spennustigið

En þrátt fyrir að koma kafbátsins virðist sem merki um aukna spennu á norðurslóðum þá er það takmark Bandaríkjanna og Íslands að lækka spennustigið.

„Bandaríkin og Ísland hafa það sameiginlega markmið að lækka spennustigið á norðurslóðum, en eru mjög meðvituð um vilja Rússa um hernaðaruppbyggingu á svæðinu,“ sagði Erin Sawyer, fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi. „Mikil samvinna með ótrúlega mikilvægum NATO bandamanni á Íslandi til að koma í kring þessari sögulegu heimsókn sýnir að við ætlum að tryggja siglingafrelsi og öryggi bandamanna okkar á svæðinu.“

„Það er ótrúlegur heiður fyrir kafbátinn okkar og áhöfn hans að brjóta blað í sögunni með dyggum bandamanni okkar Íslandi,“ sagði Eric McCay, skipstjóri kafbátsins sem ber heitið USS Newport. „Skipverjarnir á USS Newport eru tryggir og faglegir kafbátasjómenn sem eru ákaflega spenntir fyrir komunni hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“