fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 11. júlí 2025 11:30

Ekki allir ferðamenn eru ánægðir með dvölina hér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður er virkilega ósáttur við komuna til Íslands. Bæði hvað varðar verðlagið, þjónustuna og vegakerfið. Hann hafði hugsað sér að koma aftur að ári en hyggst nú fara til Kanada í staðinn.

„Svolítið vond reynsla ferðamanns hér á ferð,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Landið hafi vissulega fallegt landslag en hér sé allt of dýrt og landið hafi lítið upp á að bjóða.

Sem dæmi um okur á Íslandi nefnir hann að hafa þurft að borga 10 dollara, eða um 1200 krónur fyrir bílastæði við hraunbreiðu. Kaffibolli við vegabúllu hafi kostað 12 dollara, eða 1500 krónur, og hótelherbergi ekki nógu gott til að sveifla ketti inn í hafi kostað 450 dollara nóttin. Það er 55 þúsund krónur.

„Þá fengum við í besta falli andstyggilega þjónustu og illa viðhaldna innviði svo sem slóða og vegi á mörgum stöðum,“ segir hann. „Mér finnst eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna.“

Segist ferðamaðurinn hafa farið um Suðurlandið og hafi ætlað að koma aftur á næsta ári til að taka Norðurlandið. Hann hafi hætt við það og ætli til Kanada í staðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“