fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 11. júlí 2025 13:30

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamanninum Agli Helgasyni er fátt óviðkomandi og árum saman hefur hann skrifað um hinar ýmsu hliðar samfélagsins. Þá kemur stundum að því að menn fari í heilan hring.

Umræðan um 71. grein þingskapalaga, sem var virkjuð í morgun á Alþingi, hefur verið  hávær undanfarna daga og hefur minnihlutinn óspart kallað greinina „kjarnorkuákvæðið“ í ræðum sínum á þingi sem og í viðtölum við fjölmiðla. Er það ekki síst til að undirstrika hversu sjaldan ákvæðinu hefur verið beitt í gegnum árin og hversu stór sú ákvörðun er.

Egill er einn af þeim sem byrjaði að furða sig á notkun orðsins og skrifaði eftirfarandi færslu í morgun:

„Hvaða della er að nota orðið “kjarnorkuákvæði” þegar um er að ræða leið til að hnika til dagskrá Alþingis? Hvílík orðabólga! Hitt er svo annað mál að líklega ætti ríkisstjórnin að láta stjórnarandstöðuna mala áfram enn nokkra hríð – við lítinn orðstír. Eða varla hafa þau í andstöðunni hugsað sér að halda ræður til eilífðarnóns?“

Var sjálfur einn sá fyrsti til að nota orðið umdeilda

Nú eftir hádegi virðist Egill hins vegar hafa fengið ábendingu um að það var hann sjálfur sem notaði einn fyrstur manna orðið í pistli sínum á Eyjunni árið 2019. Bar sá pistill heitið: „Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins?“.

Í pistlinum skrifar Egill meðal annars:

„Málþóf er ósiður í íslenska þinginu og tíðkast almennt ekki í slíkum mæli á þjóðþingum. Í bandaríska þinginu er til það sem kallast filibuster en líka reglur um hvernig eigi að binda endi á það. Þetta er stundum kallað the nuclear option og þá er málþófið stöðvað með atkvæðagreiðslu.

Slíkt kjarnorkuákvæði er líka til í íslenskum lögum, nánar tiltekið 71. grein þingskaparlaga sem heimilar að knúin sé fram atvkvæðagreiðsla um mál og umræða þannig stöðvuð,“ skrifar Egill.

Fjölmiðlamaðurinn hendir gaman að þessum snúningi í færslu á Facebook nú fyrir stundu og deilir umræddri færslu.

„Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea culpa.“

Sjá færslu Egils hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“