Mörgum þótti þessi upphæð ekki há, sérstaklega miðað við fréttir frá öðrum gjaldskyldum bílastæðum þar sem ökumenn greiða mörg þúsund krónur fyrir að leggja bílnum.
Sjá einnig: Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
„Þetta er svona alls staðar núna. Fór að skoða Reynisfjöru, Skógafoss og alla þá „túrista“ staði um helgina og var það 1000 krónur hjá hverjum stað. Þessi ferð kostaði yfir 5 þúsund bara að leggja stutt í stæði,“ sagði einn netverji við færsluna.
„Ekkert að því, einhvers staðar þarf að taka peninga fyrir viðhaldi á ferðamannastöðum. Mun eðlilegra að innheimta bílastæðagjöld heldur en kannski 300-500 krónur á hvern einstakling,“ sagði annar á meðan einn sagði einfaldlega: „Græðgi.“
„Mér finnst þúsund kall þarna ekkert of hátt verð,“ sagði einn en þá sagði annar: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum.“