fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður, meðlimur hljómsveitarinnar HAM er ekki sáttur við athæfi ferðamanna sem taka sig til og skilja eftur sig vörður í náttúrunni. Segist hann sparka slíkum niður umsvifalaust og um hreinustu plágu að ræða.

Þegar fólk tekur steina úr sínu náttúrulega samhengi og raðar þeim í vörður, breytir það náttúrulegu útliti staðarins. Fjöll, hraun, heiðar og fjörur hafa myndast á þúsundum ára og eru sjálfstæð listaverk náttúrunnar. Með því að hrófla við þeim breytum við því sem átti að vera ósnortið. Í náttúru Íslands er fátt dýrmætara en kyrrðin og upprunaleikinn. Það dofnar þegar hver gestur skilur eftir sig sýnileg merki um eigið egó.“ 

Flosi bendir í færslu sinni á að í mörgum tilvikum gegni steinar í náttúrunni hlutverki í viðkvæmu vistkerfi sem skjól fyrir smádýr, mosa eða plöntur. Þegar steinar eru fjarlægðir geti jafnvæginu þannig verið raskað, jafnvel þó athæfið virðist saklaust.

„Í hálendi Íslands, þar sem jarðvegur grær hægt og lífið er brothætt, getur lítill steinn haft stórt hlutverk.

Margir koma í íslenska náttúru til að upplifa umhverfi sem virkar eins og enginn hafi komið þar í þúsundir ára. Að sjá tíu litlar steinvörður á hverjum hóli getur eyðilagt þá upplifun. Eyðilandið með sinni dularfullu þögn er orðið að leiksvæði túrista. Þar að auki hafa steinvörður sögulegt gildi á Íslandi. Þær voru merkingar á gömlum leiðum. Að hrúga nýjum vörðum út um allt er vanvirðing við þá sögu. Það getur jafnvel ruglað göngufólk sem treystir á eldri vörður til að rata.

Flosi Þorgeirsson.

Í fréttum undanfarin ár og í Facebook-hópnum Bakland ferðajónustunnar hefur þetta athæfi ferðamanna hér á landi margoft verið rætt. Í frétt Mbl árið 2015 var greint frá að ferðamenn væru farnir að hlaða vörður í þjóðgarðinum á Þingvöllum, að mestu utan þjóðgarðsmarka en þó teygðu þær inn í þjóðgarðinn auk þess sem sumir ferðamenn væru farnir að hlaða ofan á fornar vörður, sem eru menningarminjar. Árið 2017 benti Einar Páll Svavarsson á að ferðamenn væru byrjaðir að byggja vörður í gríð og erg við Hörpu, og þar væru komnar á þriðja hundrað slíkar. „Líklega eru þetta ferðamenn sem eru búnir að ljúka við Gullna hringinn, taka norðurljósin og hvaliina og ætla að skoða Sólfarið. En vilja núna sjálfir byggja upp sína eigin tourist attraction.  Þegar aðrir ferðamenn sjá þessa ferðamenn byggja vörður byrja allir að taka myndir.

Vörður við Hörpu 2017. Mynd: Facebook.

Árið 2019 sagði Umhverfis- og orkustofnun frá því að landverðir hefðu tileinkað sér nýtt orð yfir fyrirbærið; varta. Greint var frá því að landverðir eyddu jafnóðum vörðum eða vörtum á náttúruverndarsvæðum þar sem í raun er óheimilt að hrófla við jarðminjum. Steinar sem eru færðir til geti einnig skilið eftir sig ljót sár í grónu landi.  

Mynd: Facebook.

Flosi segir þetta athæfi hreinustu plágu, sérstaklega á Íslandi. Segist hann sparka slíkum vörðum niður umsvifalaust.

Skemmtilegast að gera það beint fyrir framan sjálfhverfa fólkið sem býr til þennan óskapnað.

Sjálfhverfan er hreint ótrúleg. Þetta er í raun yfirlýsing: „Ég var hér.“ Náttúran er ekki gestabók! Hvernig þú skilur við getur haft áhrif á upplifun þeirra sem koma á eftir þér. Að virða náttúruna felur líka í sér að skilja ekki eftir sig ummerki, að leyfa öðrum að sjá staðinn eins og hann er, ekki eins og þú breyttir honum.

Margir hugsa: „Ég byggði bara eina litla vörðu.“ En þegar þúsundir ferðamanna gera það sama…þarf að segja meira? Á sumum vinsælum ferðamannastöðum, ekki bara á Íslandi, hefur þurft að fjarlægja hundruð eða þúsundir varða sem eyðileggja landslagið. Þetta er klassískt dæmi um það sem kallast „tragedy of the commons“. Þegar allir hugsa aðeins um sig eigum við á hættu að skemma það sem á að vera okkar sameign.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“