fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Rússneskur ráðherra segir að Rússland eigi í miklum efnahagsvanda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. júní 2025 07:30

Kreml.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskt efnahagslíf hefur það ekki svo gott þessa dagana miðað við orð Maxim Reshetnikov, ráðherra efnahagsþróunar, á ráðstefnu í Sankti Pétursborg í síðustu viku.

„Rússland rambar á barmi kreppu,“ sagði ráðherrann að sögn Dagbladet.

„Byggt á núverandi gögnum og vísbendingum frá atvinnulífinu þá erum við nú þegar, eins og ég sé það, á barmi kreppu,“ bætti ráðherrann síðan við.

Rússneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína úr 21% í 20% fyrr í mánuðinum og var þetta fyrsta stýrivaxtalækkunin síðan 2022.

Rússnesk fyrirtæki hafa lengi kvartað undan þessum háu vöxtum og segja þá drepa allan vöxt og geri þeim ókleift að fjárfesta.

Refsiaðgerðir Vesturlanda koma sér illa fyrir Rússa en þær eru tilkomnar vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska