fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 18:30

Volodymyr Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að Rússar hafi sent Úkraínumönnum lík að minnsta kosti 20 rússneskra hermanna í nýlegum skiptum ríkjanna á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna.

Zelenskyy segir að þetta sé lýsandi fyrir skipulagsleysi Rússa þegar kemur að skiptum á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna.

Zelenskyy skýrði frá þessu á föstudaginn þegar hann ræddi við blaðamenn. Hann sagði einnig að lík ísraelsks ríkisborgara hafi verið á meðal þeirra sem Rússar afhentu Úkraínumönnum.

Hann fordæmdi virðingarleysi Rússa fyrir sínum eigin hermönnum og sagði: „Þeir hentu líkum Rússa í okkur. Þetta er viðhorf þeirra gagnvart stríðinu, gagnvart þeirra eigin hermönnum. Þetta hefur gerst áður. Stundum eru meira að segja rússnesk vegabréf á líkunum.“

Hann sýndi blaðamönnum rússneskt vegabréf og skilríki eins af þessum 20 Rússum. Voru það skilríki manns frá Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska