fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Nettó lýsti eftir bíræfnum þjófi – Netverjar voru ekki lengi að bera kennsl á krúttlega kappann

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. júní 2025 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum hefur verið greint frá því að ný verslun Nettó hef­ur opnað í Glæsi­bæ, í ný­upp­gerðu og tölu­vert stærra rými en Ice­land-versl­un­in sem var þar fyr­ir. Bras var á opnun verslunarinnar þar sem ákveðið var að fella niður léttan vegg til að tengja sam­an tvö rými. Það varð til þess að kerfi borgarinnar fór alveg í baklás, og þurfti að sækja um nýtt starfsleyfi reglum og lögum samkvæmt og á meðan var ekki hægt að opna.

Nú er verslunin opnuð, en þá tók ekki betra við þar sem bíræfinn þjófur herjar nú á verslunina. Þessi krúttlegi þjófur sækir þó aðeins í eina vöru og virðist ná að mjaka sér fimlega inn og út úr versluninni……í þessu myndskeiði tapaði hann þó feng sínum.

„EFTIRLÝSTUR!
Þekkir þú þjófinn? Við leitum að bíræfnum harðfisksþjófi sem hefur vanið komur sínar í nýopnaða Nettó Glæsibæ utan opnunartíma og gert ítrekaðar tilraunir til að ræna dýrustu kílóvörunni okkar. Endilega látið vita ef þið kannist við þennan. Vegleg fundarlaun í boði*!
*Fundarlaun fyrir þjófinn sko…“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nettó (@netto.is)

Netverjar voru ekki lengi að bera kennsl á kappann. Kisinn heitir Guðmundur Pedro og ber viðurnefnið Glæsibæjarkóngurinn. Hann venur meðal annars komur sínar í Nexus. Guðmundur Pedro á eigin Facebook-síðu þar sem fylgjast má með ævintýrum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Xhaka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Í gær

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg
Fréttir
Í gær

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Í gær

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“